Réttur


Réttur - 01.07.1972, Qupperneq 34

Réttur - 01.07.1972, Qupperneq 34
þingi 1928 að gera afnám sveitaflutninga og brott- fall á ákvæðinu um missi kosningaréttar vegna þegins sveitastyrks að skilyrði fyrir stuðningi við Framsóknarstjórnina 1927—31.* Þegar á árið leið hafði K.F.f. forgöngu um að hindra sveitaflutninga með valdi og bar það góðan árangur. Verkamenn kröfðust nú atvinnubótavinnu sem varnar gegn hreinni neyð. Svar fhaldsins í Reykja- vík var: Engir peningar til. Og í Júni hafði verið mynduð samsteypustjórn Ihalds- og Framsóknar- manna, sem alþýða manna vænti sér einskis góðs af, en talið var að ætlaði að þagga í hel ýmis hneykslismál burgeisa. K.F.I. gekkst fyrir mörgum fundum úti og inni um atvinnuleysið, atvinnuleys- ingjanefnd var skipulögð, verklýðsfélögin ræddu málið og jókst í sífellu baráttuhugur verkamanna. Á bæjarstjórnarfund, er haldinn var 7. júlí í gamla Góðtemplarahúsinu og ræða skyldi hvort hefja ætti atvinnubótavinnu, söfnuðust hundruð verkamanna, líklega á annað þúsund, og komust aðeins fáir inn af fjöldanum. Var nú skipulagður fundur úti og töluðu af tröppum Þórshamars þeir Einar Olgeirsson, Stefán Pétursson, Jens Figved, Bjarni Guðmundsson, Haukur Björnsson og Gunn- ar Benediktsson — og að loknum bæjarstjórnar- fundi Sigurjón Ólafsson, formaður Sjómannafélags- ins, er var einn bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins. Til átaka og barsmiða kom milli lögreglu og verka- manna og hlutu ýmsir meiðsl. Bæjarfulltrúar Ihalds- ins höfðu enn neitað að láta hefja atvinnubótavinnu, en þótti bezt að forða sér að fundi loknum undir lögregluvernd frá þeim er þeir voru að svelta. En verkamenn fóru þúsundum saman um götur Reykja- víkur undir rauðum fánum og héldu mikinn kröfu- fund við Kalkofnsveg, þar sem kröfurnar voru ítrekaðar. Töluðu þar ræðumenn K.F.I. þeir er töl- uðu fyrr frá Þórshamri og svo Guðjón Baldvinsson úr atvinnuleysingjanefnd Dagsbrúnar. Var þar sam- þykk að stofna varnarlið verkalýðsins, til þess að geta mætt árásum lögreglu og hvítliða. Eftir þessa atburði og sökum þessarar fjölda- hreyfingar gugnaði Ihaldið og lét hefja atvinnu- bótavinnu. * I grein minni í „Rétti" 1932: „Vér ákærum þræla- haldið á Islandi 1932“ eru dregnar upp nokkrar myndir af svívirðingum fátækralaganna og sveita- flutningum og mætti finna fleiri og Ijótari dæmi en þar eru til greind. Samtímis skyldi svo hafin réttarofsókn til þess að brjóta vaxandi samfylkingu verkamanna á bak aftur og átti nú ekki að skirrast við að beita ströngum aðferðum. Heift afturhaldsins, sem hafði orðið undan að láta, var grimmileg. „Réttrækir eiga starfandi kommúnistar að vera úr hverskonar stöðu og frá hverskonar starfi í þjóðfélaginu", stóð I Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 23. júlí 1932. FANGEI.SANIR OG HUNGURVERKFÖLL Réttarrannsóknir hófust um miðjan mánuðinn, — var nú brugðið fljótar við en þegar burgeisar áttu í hlut. Vék Hermann Jónasson lögreglustjóri rann- sóknardómarasæti, þar sem hann var bæjarfulltrúi, og skipaði Magnús Guðmundsson dómsmálaráð- herra sérstakan setulögreglustjóra til að hafa með hendi rannsóknina. Nokkrir kommúnistar höfðu komið sér saman um að neita að svara fyrir rétti, nema hneyksllsmál borgarastéttarinnar væru tekin fyrir. Ákvað þá setulögreglustjóri að beita ákvæðum konungsbréfs frá 23. okt. 1795 og úrskurðaði þá „samkvæmt konungsboði í fangelsi við vatn og brauð" í fimm daga. Komu þeir, er fyrir þessu urðu sér saman um að neita að borða brauðið og svara þannig þessari gömlu pyntingaraðferð með hungurverkfalli. Varð Indíana Garibaldadóttir, kona Lofts Þorsteins- sonar, formanns Járniðnaðarmannafélagsins, fyrst til að framkvæma þetta, er hún var kölluð fyrir 25. júlí, en síðan þeir Stefán Pétursson, 26. júlí og svo Jens Figved og Einar Olgeirsson 27. júlí. Voru þau öll I klefum í tugthúsinu við Skólavörðu- 8tíg. Hófust nú mikil fundahöld af hálfu verkamanna og K.F.I. og var krafizt frelsis fyrir fangana. Fimmtudaginn 28. júlí varð mótmælafundur sá, er K.F.I. og fleiri efndu til, gríðarlega fjölmennur. Var hann fyrst haldinn við Varðarhúsið, Kalkofnsvegi og töluðu þar: Guðjón Benediktsson, Jón Rafnsson, Gunnar Benediktsson, Guðjón Baldvinsson og Ólafur Guðbrandsson. Var síðan farið í kröfugöngu upp að tugthúsi og töldu ýmsir að þar væru þá samankomnir 3—4000 manns. Töluðu þar Guðjón Benediktsson og Hjalti Árnason og munu þeir hafa talað af tröppum gamla „Geysis"-hússins á Skóla- vörðustíg 12, en í kjallara þess húss, veitingastof- unni „Geysi", var „Báran" fyrsta verkalýðsfélagið 162
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.