Réttur


Réttur - 01.07.1972, Page 35

Réttur - 01.07.1972, Page 35
Hegningarhusið við Skólavörðustig. Þar voru Ólafur Friðriksson, Hendrik S. J. Ottósson og félagar þeirra 1921, — fangar, settir inn vegna atvinnuleysisbaráttunnar 1931 og 1932, — fangar vegna dreifibréfa- málsins 1941 — og einnig hafa gagnrýnir ritstjórar verkalýðsblaðanna fengið að dvelja þar vegna ádeilu sinnar, svo sem Gunnar Benediktsson og Magnús Kjartansson. stofnað 1894. Ég man eftir að úr klefa mínum, er var á vesturhlið hússins, er sneri út að Bergstaða- stræti, gat ég séð nokkra af fundarmönnum, er stóðu á tröppum brauðsölubúðar, er þá var á horni Bergstaðastrætis og Skóiavörðustígs. Og ómurinn af „Internationalnum" barst tii okkar inn í tugthúsið, er mannfjöldinn söng hann í fundar- lok. Hinar voldugu kröfugöngur höfðu mikil áhrif. Og var nú Kommúnistaflokkurinn, ásamt þeim Al- þýðuflokksverkamönnum, sem þorðu að standa með honum, einn um baráttuna, því Alþýðublaðið minntist ekki einu orði á fangelsanirnar né úti- fundina, en varaði menn við öllum „kvöldkröfu- göngum". 29. og 30. júlí var öllum föngunum sleppt. En yfirheyrslum var haldið áfram allt árið, en pynd- ingarákvæðum vitskerts Dana-konungs frá 1795 var ekki beitt oftar — og þegar nýr rannsóknar- dómari var skipaður út af 9. nóvember málinu, neitaði hann að beita þessu ákvæði. Hungurverk- fall og fjöldamótmæli höfðu gengið af þeirri dansk- ættuðu pindingaraðferð dauðri. 9. NÓVEMBER Ástandið hélt áfram að versna. Atvinnuleysið fór sívaxandi. I Alþýðublaðinu 27. ágúst skrifar V.S.V. (Vilhjálmur S. Vilhjálmsson) að samkvæmt rann- sóknum verklýðsfélaganna séu atvinnuleysingjar I Reykjavik nú orðnir 1276 með 5—6 þúsund manns á framfæri, sem samsvari því að 5. hver Reyk- víkingur liði skort. Verklýðsblaðið segir 11. okt. að nú séu atvinnuleysingjar orðnir yfir 1500 og K.F.I. herðir nú skipulagningarbaráttuna gegn yfir- 163

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.