Réttur - 01.07.1972, Qupperneq 37
Gamla Góðtemplarahúsið, þar
sem borgarstjórn Reykjavikur
hélt fundi sina 7. júlí og 9. nóv.
1932 og varð umhverfið þar or-
ustuvöllur i stéttaátökunum.
svo leikar að öll lögreglan var gersigruð, ýmist
barin niður eða afvopnuð og greip nú miklll óttl
um sig meðal afturhaldsins í Reykjavík. Verkamenn
fóru I volduga kröfugöngu um bæinn undir rauð-
um fánum og hafði nú K.F.I. og atvinnuleysingja-
nefndin forustuna. Voru kröfur verkamanna frá því
6. nóvember ítrekaðar og fleiri gerðar á geysifjöl-
mennum útifundi um kvöldið. Ætla má að yfirstétt
Reykjavíkur hafi óttast um sig og verið reiðubúin
bl að ganga að miklu, ef forusta verkalýðsfélag-
anna hefði verið einörð, en Reykjavíkuríhaldið var
látið sleppa með að hætta við launalækkunina, en
vafalitið hefði verið hægt að knýja fram fjölgun
í atvinnubótavinnunni líka. Hin sterka samfylking
verkalýðsins og einbeitni hans i að láta hart mæta
hörðu hafði skotið valdhöfunum skelk í bringu.
Kvöldið 9. nóvember voru þeir „peningar til" sem
ekki fyrirfundust um morguninn. Hungurárás Sjálf-
stæðisflokksins á verkalýðinn var hrundið. Verka-
lýðurinn hafði lagt sigggróinn hnefa sinn á borðið
9egn kúgunarkló yfirstéttarinnar, iklæddri silki-
mjúkum hanzka „sjálfstæðisflokksins" og sigrað.
„Þessi stund er þúsund hjartna bragur.
Þetta er fólksins mikli reikningsdagur.
Þessi rauði áll er yfrið fagur,
af þvi hann er sigur kúgaðs manns.
Minnist þess og það er yðar hagur:
Það kemst enginn fram hjá lífi hans.“
(Jóhannes úr Kötlum: 9. nóv.).
Það var sem táknrænt fyrir það, sem gerðist
sex árum síðar, að I hita stéttabaráttunnar tóku
þeir nú í sama streng, kommúnistar og vinstri Al-
þýðuflokksmenn, sem 1938 sameinuðust í Sósíal-
istaflokknum. Sumir þeirra kynntust fyrst, er þeir
komu fyrir dómara, ákærðir fyrir sama „glæpinn".
Er það i minnum haft, hvernig Sigurður Guðnason
svaraði, þegar dómarinn spurði hann hvernig á
því stæði að hann, gamall bóndi og heiðvirður
borgari, færi að brjóta sundur stóla og rétta þá
uppþotsmönnum til að berja á lögreglunni, en Sig-
urður svaraði: ,,Mér fannst það eins sjálfsagt eins
og að rétta drukknandi manni spotta."
REIÐ YFIRSTÉTT —
EINBEITTUR VERKALÝÐUR
Yfirstéttin í Reykjavík var nú bæði hrædd og
reið. Þessi valdaklíka, sem bar ábyrgð á því þjóð,-
165