Réttur


Réttur - 01.07.1972, Síða 38

Réttur - 01.07.1972, Síða 38
félagi, þar sem þúsundir verkamanna voru dæmdir til atvinnuleysis, neyðar og ófrelsis, krafðist nú þess valds, sem íslenzka yfirstétt alltaf hafði skort til þess að gera ríkisvald sitt fullkomið: einskonar hervald gegn undirstéttinni. Morgunblaðið reit 13. nóv.: „Vanmáttur lögregluvaldsins laðar sora þjóð- félagsins upp á yfirborðið til ofbeldis- og hryðju- verka." — — „Lífsskilyrði eða fjöregg íslenzka ríkisins er það að vald sé til I landinu, er hafi þann styrkleik að haldið sé hér uppi lögum og reglu." Og ríkislögreglan kom. Héðinn Valdimarsson segir frá þvi í Alþýðublaðinu 14. nóv. I grein gegn varalögreglunni að 16 nýir lögregluþjónar auk 60 „sitji nú og spili" til að „auka öryggi borgaranna." Verklýðsblaðið segir 15. nóv. frá því að 16 nýir lögregluþjónar séu ráðnir auk 60 varalögreglu- þjóna og sé kostnaðurinn 1500 kr. á dag. Verkalýður Reykjavíkur svaraði I sömu mynt. Fjöldi verkamanna gekk i það varnarlið verkalýðs- ins, er K.F.I. hafðí stofnað og 21. nóv. lýsti Héðinn í Alþýðublaðinu samstöðu alþýðu um „afnám rík- islögreglunnar eða að öðrum kosti um skipulagn- ingu varnarliðs verkalýðssamtakanna." Gerði Dags- brún samþykkt um stofnun alþýðuliðs til varnar al- þýðusamtökunum. Jafnhliða „hervæðingu" ríkislögreglu hófu nú valdhafarnir réttarofsóknir um leið og fjárglæfra- mál yfirstéttarinnar voru látin niður falla. Tóku þau mál alllangan tíma fyrir undirrétti og hæstarétti. I undirrétti höfðu 3 hinna ákærðu verið dæmdlr ó- skilorðsbundið, en hin öll skilorðsbundið þ. á. m. Héðinn Valdimarsson í 60 daga fangelsi. Rlkis- stjórnin áfrýjaði dómnum hvað kommúnistana snerti og 21. júní 1935 kvað hæstiréttur upp mjög þyngda dóma, svo að segja alla óskilorðsbundna: Fangelsisdóma hlutu: Þorsteinn Pétursson 6 mánaða, Guðjón Benediktsson og Haukur Björns- son 5 mánaða, Einar Olgeirsson, Brynjólfur Bjarna- son, Gunnar Benediktsson, Hjalti Arnason og Stef- án Pétursson 4 mánaða hver, Jens Figved 3 mán- aða, Erlingur Klemensson 60 daga, Adolf Petersen, Jafet Ottósson, Halldór Kristmundsson 50 daga, Hjörtur B. Helgason, Indiana Garibaidadóttir, Matt- hías Guðbjartsson, Runólfur Sigurðsson, Þóroddur Þóroddsson, Jón Guðjónsson, Ólafur Sigurðsson og Guðni Guðmundsson í 30 daga. Refsing þeirra Þóroddar, Jóns og Guðna var skilorðsbundin. (Það þýðir: fellur niður eftir 5 ár, ef viðkomandi brjóta ekki af sér). Dómarnir mættu geysilegri andúð. Ýmslr fremstu menn þjóðarinnar, svo sem Halldór Laxness, Þór- þergur Þórðarson, Sigurður Thorlacius, Aðalbjörg Sigurðardóttir og Pálmi Hannesson beittu sér fyrir undirskriftasöfnun um sakaruppgjöf. Ríkisstjórn breytti dómunum í skilorðsbundna, svo þeir komu ekki til framkvæmda — Alþýða manna háði bar- áttu sína á öllum sviðum — og með árangri. 9. nóvember varð beztu skáldum og rithöfund- um Islands að yrkisefni — og er það nánast und- antekning um átök verklýðshreyfingarinnar. Auk kvæðis Jóhannesar úr Kötlum úr „Hrímhvíta móð- ir," sem hér hefur verið vitnað i, reit Halldór Laxnes smásögu sína „Þórður gamli halti" um baráttu þessa, kvæði Steins Steinars „Verkamað- ur“ á uppruna sinn 9. nóvember að þakka, en ýtarlegast lýsir Stefán Jónsson átökunum I sinni miklu sögu: „Vegurinn að brúnni". Þegar ýmsir nú á tímum horfa með söknuði tii þeirra ára, er verklýðsbaráttan var háð af slíkri hörku og eldmóði sem 1932, þá er vert að hafa I huga að þegar menn nú á tímum berjast fyrir réttlátri viðbót við þolanleg lífskjör, þá er sú bar- átta háð af hyggindum, festu og samheldni, — en þegar slagurinn stendur um brauðið handa börnun- um, sem svelta, og persónufrelsi fjölskyldunnar úr helsi fátækralaganna, þá er baráttan háð með öll- um þeim eldmóði og fórnfýsi, sem maðurinn á til. Eða svo vitnað sé í loka-orðaskipti Halldórs við Þórð gamla halta, sósíaldemókratiska verkamann- inn: „Heyrðu, kallaði ég á eftir honum. Ég held þú sért nú samt róttækari en ég. Þú hefur barizt I samfylklngu verkalýðsins og lagt hausinn á þér tvisvar undir lögreglukylfurnar sama daginn, — og sigrað. Það er það, sem þeir hafa gert I Rússlandi. — O, það var nú aðallega vegna barnanna, sagði hann afsakandi, og var á brott." Árið 1932 hafði flutt íslenzkum verkalýð dýrmæta reynslu. Hin kúgaða stétt hafði hrist klafa sinn, svo þjóðfélagsstoðirnar nötruðu — og fundið að hún var „voldug og sterk“ — og að þrátt fyrir hatröm bræðravlg, sem enn áttu eftir að aukast, gat hún er mikið lá við staðið saman. Og reykviskur verka- lýður hafði fundið að i Kommúnistaflokki Islands var hann að eignast ötult og vigreift baráttulið, sem ætíð barðist í broddi fylkingar, þá mest á reið. Og þegar stéttabaráttan náði hámarki á Norður- landi á næstu árum með Novuslagnum og Borðeyr- arslagnum, þá sýndi þessi flokkur sig sem sigur- 166

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.