Réttur - 01.07.1972, Qupperneq 46
DRÖG
AÐ
STEFNUSKRÁ
FYRIR
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
RÉTTUR hefur í tveim siðustu heftum birt
uppkast það að stefnuskrá, er lá fyrir síð-
asta landsfundi ALÞÝÐUBANDALAGS-
INS. Er það í fjórum aðalköflum og birt-
ist hér síðari hluti II. kafla, átta greinar,
en heiti II. kafla í heild er: Þjóðfélagið.
ÁVINNINGAR STÉTTABARÁTTUNNAR
— GAGNRÝNI Á
„VELFERÐARÞJÓÐFÉLAGIГ
Islenzk verkalýðshreyfing hefur unnið marga
sigra á sviði stéttabaráttunnar (sbr. „lífskjarabylt-
inguna 1942") á umliðnum áratugum; stjórnmála-
flokkar hennar hafa einnig borið fram til sigurs á
Alþingi þýðingarmikil róttindi til handa launafólki
sem breytt hafa stöðu þess innan þjóðfélagsins.
Frumskógalögmáli þeirra hafa verið settar nokkrar
skorður; launafólki hefur tekizt að tryggja sér visst
lágmarksöryggi, að því er varðar efnalega afkomu,
heilsuvernd og framfærslu í ellinni, og börnum sín-
um rétt til almennrar skólagöngu. Með stofnun
tryggingakerfis og eflingu skólakerfisins hafa skap-
azt skilyrði til að draga úr þvi félagslega misrétti,
sem kapítalískar stéttarafstæður fela í sér. Til
þess að kosta þessar ráðstafanir draga ríki og
sveitarfélög til sín mikið fjármagn — með toll- og
skattheimtu — er ella rinni inn í hringrás auð-
magnsins.
Sérhver sósialískur verkalýðsflokkur hlýtur að
meta mikils þessa félagslegu ávinninga, sem dreg-
ið hafa úr þrældómi og öryggisleysi því, er launa-
fólk bjó við á bernskuskeiði auðvaldsskipulagsins.
En jafnframt verður að vísa eindregið á bug þeirri
goðsögn borgaralegra flokka og sósíaldemókrata,
sem felst i hugtakinu „velferðarþjóðfélag'1. Látið
er að þvi liggja, að hér á landi sé ekki lengur við
lýði kapítalískt hagkerfi, heldur blendingur auð-
valds og sósíalisma. Með „félagsmálastefnu" hins
opinbera hafi kjör þjóðfélagsþegnanna verið jöfn-
uð og lífsafkoma þeirra tryggð svo, að ekki þurfi
annað en feta áfram eftir velferðarbrautinni til
þess að þjóðskipulagið breytist í ákjósanlegt horf.
174