Réttur


Réttur - 01.07.1972, Page 55

Réttur - 01.07.1972, Page 55
Sprengjugigar i akurlendi. grípur auðvald Bandaríkjanna til þess ráðs að flytja að vísu marga hermenn burt, en hótar í bræði hins volduga aðila með illa málstaðinn að myrða þjóðina fátæku og gereyða land hennar, ef hún láti sig tapa. hryðjuverk tæknivaldsins Napoleon kvað gildi siðferðisþreks hermanna í stríði í hlutfalli við vopnin sem 3:1. Það er í krafti siðferðisþreks víetnömsku þjóðarinnar að hermenn hennar vinna sigur. — Og nú er sem hervald Bandaríkjanna segi við þá: Ef þið ekki lofið okkur að sigra, svo við höldum metnaði vorum, skulum við myrða fjölskyldur ykkar heima fyrir, svíða skógana, eitra akrana, sprengja stifl- urnar svo þið farist öll. Það eru þessi hryðjuverk, sem nú er tekið að fremja, villimannlegasta múgmorða- og eyðilegg- ingarherferð, sem þekkst hefur í nokkru stríði. Bandaríkjamenn hafa látið sprengjum rigna yf- ir Víetnam. Þýzka vikuritið „Spiegel" telur að 6 milj. smálesta af sprengjum hafi verið varpað yfir þetta litla land. I Kóreu-stríðinu köstuðu Bandaríkin einni miljón sprengja yfir Kóreu, í síðari heimsstyrj- öldinni tveim miljónum sprengja yfir óvinalöndin. Bandarísku prófessorarnir Pfeiffer og Westing, sem rannsökuðu slíkar aðgerðir í Suður-Vietnam á síðasta ári, telja að síðan 1965 hafi alls 13 milj- ón smálesta skotum (sprengjum og öðrum) verið varpað yfir Indó-Kína, — það samsvarar sprengju- mætti 450 kjarnorkusprengja þeirrar tegundar, sem Bandarikjamenn vörpuðu á Hiroshima. 80% þessa sprengjumagns var varpað á Suður-Víetnam og skildu þar eftir 21 miljón sprengjugíga, — og það á landi, sem er að stærð sem hálfur Noregur. Ein einasta flugferð flugvélahóps af B-52-gerðinnl, veldur 750 sprengjugigum á svæði, sem er kíló- meter á breidd og fimm kílómetrar á lengd. Þegar sprengjuflugvélar Bandaríkjanna i fyrra fóru fimm slíkar eyðileggingarferðir á dag, gerðu þær 3750 nýja gíga á hverjum degi, 100.000 á mánuði. Aðeins 5 til 8% sprengjanna er varpað á hernaðarlega mikilvæga staði, hitt fer til að eyðileggja alla lifsmöguleika i landinu til langframa. Og þetta er það Suður-Víetnam, sem Bandaríkin þóttust ætla að vernda gegn „vondum kommúnistum" en eyði- leggja nú sjálf. — Rannsókn amerisku prófessor- anna birtist I vísindablaðinu „Scientific American“. Skógar og hrísekrur Víetnam eru viða jafn eyði- 183

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.