Réttur - 01.01.1973, Page 41
menn vildu fyrst og fremst hafa Lúðvík Jósepsson
sem sjávarútvegsráðherra.
Iðjuhöldarnir hafa heldur aldrei eignast fulltrúa
á Alþingi sem megnaði að taka þar forustu í stjórn-
málum innan burgeisastéttarinnar.
Aðstaðan hefur þvi orðið sú að lögfræðingahóp-
ur Sjálfstæðisflokksins, sem lengst af hefur haft
þar forustu, er fyrst og fremst fulltrúi verzlunar-
valdsins, en þessir menn sjálfir fyrst og fremst
starfsmenn banka- og flokks-kerfisins en ekki úr
sjálfu atvinnulífinu.
En hlutverk forustunnar i Sjálfstæðisflokknum,
sem er hin pólitíska torusta burgeisastéttarinnar,
er að reyna eftir mætti að samræma hagsmuni
hinna þriggja deilda atvinnurekenda, en tryggja þó
forræði verzlunarvaldsins, — og svo auðvitað að
véla almenning til fylgis við yfirstéttina með ýms-
um ráðum.
SVIKAMYLLAN
I þeirri fyrstu rækilegu efnahagsrannsókn, sem
gerð var á þjóðfélaginu, skýrslunni frá Skipulags-
nefnd atvinnumála (,,Rauðku“) 1934 var komizt að
þeirri réttu niðurstöðu að: „fjármagnið í verzl-
uninni verður að flytja yfir i framleiðsluna" (Bls.
129). Þá var giskað á að fjármagnið í verzluninni
væri um 100 miljónir króna, en í útgerðinni aðeins
30—40 milj. kr. Þá var þjóðarauðurinn talinn 395
miljónir króna en erlendar skuldir 93 milj., svo
hrein eign var 302 miljónir kr.
Það hefur verið verkefni verzlunarauðvaldsins
í landinu að hindra þennan nauðsynlega fjármagns-
flutning. Jafnframt hefur það verið hlutverk hinnar
pólitísku forustu burgeisastéttarinnar að sjá um
það, — eftir að verkalýðshreyfingin varð svo sterk
faglega og pólitískt að hún gat sigrað í verkföll-
um, — að velta öllum kauphækkunum af atvinnu-
rekendum yfir á þjóðfélagið. Þetta framkvæmir hún
með verðbólgunni: sifelldum verðhækkunum, sem
svari við kauphækkunum, sem voru svar við verð-
bólgu og launakúgun.
Hvernig stendur á að islenzkri atvinnurekenda-
stétt þykir rétt og helzt uppi að skipuleggja þannig
verðbólgu, sem erlendum auðmannastéttum finnst
hinsvegar stórhættulegt?
Erlendis eiga auðmenn bankana: Fjármálaauð-
valdið vill hafa festu i fjármálalífinu og hefur hags-
muni af öruggu gildi gjaldmiðilsins.
Hér á landi á rikið bankana og almenningur, þar
á meðal verklýðsfélögin spariféð.
Atvinnurekendastéttin slær þvi tvær flugur í einu
höggi, þegar hún hækkar verðlag og lækkar svo
gengi krónunnar síðar meir: Hún lækkar kaup
verkamanna og rýrir verðgildi skulda sinna við rík-
isbankana. (Með 11% verðbólgu að meðaltali öll
eftirstríðsárin, en ca. 7% vöxtum, samsvarar það
árlegri afskrift skulda upp á 4%).
En einn hluti atvinnurekendastéttarinnar verður
fyrir barðinu á þessari verðbólgupólitík, sem verzl-
unarauðvaldið stjórnar: Það eru útvegsmenn og
fiskútflytjendur. Ef þeir hefðu pólitískt vit og dug,
myndu þeir vinna gegn verðbólgustefnu verzlunar-
auðvaldsins. En þeir ganga út frá þvi sem gefnu
að eftir nokkurn tíma muni verzlunarauðvaldið
verða að ganga inn á gengislækkun og „bjarga"
þannig sjávarútveginum. Þvi hann er ekki aðeins
undirstaða alls atvinnulifs i landinu, heldur og
mjólkurkýr verzlunarauðvaldsins, sem það hefur
ekki efni á að drepa.
Greinilegast kemur þetta fram i því að yfirleitt er
gjaldeyririnn, sem útvegurinn skapar „þjóðnýttur"
handa verzlunarauðvaldinu: Útveginum gert að
skila öllum gjaldeyri til bankanna, sem síðan út-
hluta honum til verzlunarinnar. Það heitir „frjáls
verzlun".
Þegar verzlunarvaldið er búið að reka verðbólgu-
pólitik sína svo glæfralega að þjóðfélagið ætlar
að stöðvast vegna tapreksturs sjávarútvegsins, þá
er gripið til gengislækkunar. Stundum notar yfir-
stéttin hana einnig beinlínis sem svar við kaup-
hækkunum verkamanna án þess að biða eftir verð-
bólguhringnum (1961).
Erlendis myndi hið drottnandi fjármálaauðvald
ekkert tillit taka til þess að einhverjir atvinnurek-
endur semdu um kauphækkun við verkamenn sína.
Það yrði ekki farið að hækka almennt verðlag
þessvegna eða fella pund og dollar. Þar er fjár-
málaauðvald aðhald að atvinnurekendum. Þeir
verða að skipuleggja atvinnurekstur sinn betur,
sameina sig í stærri og betur reknar heildir, —
og standa þannig sjálfir undir kauphækkununum.
Þannig skapast líka framfarir i rekstri og raunveru-
legar kauphækkanir.
Hér á landi vantar þetta aðhald. Atvinnurekenda-
stéttin hefur ekki hag af að vera það. Verkalýður-
inn hefur ekki pólitískan þroska — og þar af leið-
andi ekki vald til að vera það. — Sá hluti atvinnu-
rekendastéttarinnar, sem hefði hag af að hindra eða
41