Réttur


Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 1

Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 1
mttur 5 6. árgangur 1 973 — 4. hefti Átókin milli fésýslustéttarinnar á islandi og íslenskrar alþýðu munu tvímæla- laust harðna á árinu 1974. Engin þjóðhátíð getur hindrað það. Til þess er of auðsætt að fésýslustéttin er alltaf reiðubúin að fórna jafnt hagsmunum og rétti þjóðarinnar sem heill alþýðu til þess að viðhalda völdum sínum, gróða og glundroða. Það er líkast því, sem eina kjörorð yfirstéttarinnar sé: „Atlandshafsbanda- laginu allt“. Það er líkast því, sem ekkert fái hreyft við undirlægjuhætti hennar undir þetta gerspillta, blóði drifna árásarbandalag auðvelda heims. Watergate-hneyksli og Víetnamblóðbað, múgmorð Nato-ríkisins Portúgal og fasismi grískra einræðisherra — ekkert hrín á heilaþvegnu Nato-liði Is- lands. „Lýðræði" og „vestræn menning" skal það heita, hvað svívirðilegt sem innihaldið er. Það er greinilegt að verklýðssamtök íslands verða sem heild að vakna á ný til þeirrar frelsisbaráttu, er þau eitt sinn háðu, ef eitthvað verulegt á að vinnast: Herinn að fara að fullu burt og Island að losna úr Nato. — því það eru Nato-fjötrarnir, sem valda vopnahléinu í landhelgismálinu, — og undir- L

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.