Réttur


Réttur - 01.10.1973, Síða 3

Réttur - 01.10.1973, Síða 3
UPPREISN OLÍULANDA Verðbylting í olíu og bann Araba á einstök lönd hefur skapað ástand, sem knýr íbúa stóriðjulandanna í Evrópu og Norður-Ameriku til að endurskoða ýmislegt í þjóð- lifi sínu. Auðmannastéttir þessara landa hafa byggt gróða sinn á þrem meginstoð- um: 1) arðráni á verkalýð heimalandanna, sem hann hefur með stéttabaráttu sinni reynt að draga úr og tekist að knýja fram sæmileg lífskjör (,,velferðarríki“) sumstað- ar; 2) fullkominni tækni- og iðnvæðingu; 3) vægðarlausu arðráni á íbúum „þriðja heimsins" og skefjalausri eyðingu á hráefnalindum núverandi og fyrri nýlendna og hálfnýlendna. Það er nauðsynlegt fyrir alþýðu að grandskoða það, sem hér er að gerast, svo engar blekkingar auðvaldsins komist þar að. Sú frelsisbylting, sem gekk yfir Afríku og Asíu eftir síðara heimsstríðið, tryggði þorra fyrri nýlendna stjórnarfarslegt sjálfstæði, en auðhringir stórveldanna héldu þar víðast efnahagslegum arðránstökum og nutu „að- stoðar" stórvelda sinna, þegar mikið þótti liggja við, t.d. ef þessar þjóðir tóku að sækj- ast eftir efnahagslegu sjálfstæði. Menn muna enn er Mossadegh, forsætisráðherra Irans, ætlaði að þjóðnýta olíulindir þess lands fyrir tveimur áratugum — og CIA, njósnamið- stöðin, steypti honum af stóli. Og vér Islend- ingar þekkjum aðgerðir breska auðvaldsins 1952, 1958 og 1973, þegar við ætluðum að ná á okkar vald okkar eigin fiskimiðum, sem Bretar höfðu rænt í fimm aldir og næst- um þurrausið. Voldugustu auðhringar heims og þar með vægðarlausustu aðilar imperíalismans, — heimsvaldastefnunnar, eru olíuhringarnir, — fyrst og fremst „systurnar sjö": Esso, er fram til 1972 hét Standard Oil of New Jersey, Mobil Oil, Texaco, Gulf Oil, Standard Oil of California, British Petroleum og Royal Dutch/Shell. Sem dæmi má nefna að 1971 voru tekjurnar af olíuverslun 39% af öllum gróða bandarískra fyrirtækja á erlendri fjár- festingu og 47% af öllum gróða, sem kom til BandaríkjannaV — Saga olíuhringanna er einhver ljótasta saga af auðhringaarðráni, 211

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.