Réttur - 01.10.1973, Page 4
sem til er og skal ekki rakin hér.*1 Arðrán
þeirra er tvöfalt: annarsvegar á framleiðslu-
löndum olíunnar, hinsvegar á kaupendunum
heima fyrir. Bandaríski hagfræðingurinn
Victor Perlo hefur reiknað út að 1972 hafi
ríkisstjórnir olíuframleiðslulandanna, at-
vinnurekendur (smærri) þar og verkamenn
alls fengið í sinn hlut 15% andvirðis þess,
er kaupandinn í neytendalandinu greiðir. En
þessir aðilar ætm að fá 30--33% andvirðisins,
ef rétt tillit væri tekið til allra kostnaðarliða.
Samkvæmt þessu hefðu olíuframleiðslulöndin
1972 átt að fá 3, 5til 4 dollara fyrir olíutunn-
una eða tvöfalt það verð, er þau fengu- Og
1973 yrði verð þetta að vera hærra. Meðal-
verð olíu frá Oklahoma (U.S.A.) beint frá
borholu var í mars 1973 3,56 dollarar og fer
hækkandi. (Ein tunna olíu — „barrel" —
er 0,15899 m'1).
Hvað olíumarkaði auðvaldslandanna snert-
ir, þá eru það tiltölulega fá lönd, sem fram-
leiða olíuna handa þeim og þau stofnuðu
1960 samtök sín á milli: OPEC (Organ-
isation of Petroleum Exporting Countries:
Samtök olíu-útflutningslanda).8)
Auðvaldslöndin treysm alveg á vald sitt
yfir olíulindum þessara landa, er mestmegnis
voru í eign ensk-amerísku olíuhringanna eða
undir stjórn þeirra. Auðvaldslöndin áttu mik-
ið undir þessari olíu: Bandaríkin telja 6%
af íbúum heims, en nota 33% allrar orku,
sem framleidd er í heiminum. Orkunotk-
un þar er tvöföld á við Bretland og Vest-
ur-Þýskaland, þreföld á við Japan, tí- til
hundraðföld á við þróunarlöndin. — En
Bandaríkin hafa sjálf verið stórframleiðend-
ur á olíu, en nú fer þörfin á innflutningi olíu
hraðvaxandi, er 1973 um 40% allrar olíu-
neyslu í landinu og verður að áliti innanrík-
isráðherrans 65% árið 1985. Vesmr-Evrópa
stendur miklu ver að vígi en Bandaríkin, hún
þarf að flytja inn 12,5 miljónir mnna á dag
(notkun alls 13 miljónir mnna). Japan verð-
ur að flytja inn svo að segja allt sem landið
þarfnast af olíu eða 4,6 miljónir mnna á dag.
En þrátt fyrir þetta tóku auðhringar og
ríkisstjórnir auðvaldslandanna ekkert tillit til
framleiðslulandanna, treysm auðsjáanlega á
að geta kúgað þau sem forðum. En 1970
brást þeim bogalistin: olíuframleiðslulöndin
beygðu olíuhringana og neyddu þá til að
hækka kaupverð olíunnar og gera aðrar til-
slakanir, þannig að 1972 hafði olían hækkað
til framleiðslulandanna um 69%. Og 1973
mun hækkunin, miðuð við 1969, nema
100%. Tekjur ríkissjóða þessara landa munu
1973 verða um 20 miljarðar dollara í stað
tveggja miljarða dollara 1960.
En stjórnendur framleiðslulandanna gerðu
sér einnig ljóst að með rányrkju olíuhring-
anna var verið að þurausa auðlindir þeirra á
skömmum tíma. Hvað t.d. Saudi-Arabíu
snerti hefðu olíulindirnar verið þurrausnar
eftir 20 ár með sama áframhaldi og áður var
og landið eftirskilið sem tóm eyðimörk, ef
ekkert væri að gert. — Vom þessi aðilar því
í sömu aðstöðu og vér Islendingar, er sáum
fram á að Unilever-hringurinn og ensku og
þýsku togararnir myndu þurrausa fiskimið
vor, ef þeir fengju að ráða, og kippa efna-
hagsgrundvellinum undan íslensku þjóðfé-
lagi.
Framleiðslulöndin beita því meir og
meir pólitískum aðferðum, til að brjóta ein-
okun og arðrán olíuhringanna á bak afmr:
Irak, Líbýa og Algier hafa þjóðnýtt mestallar
olíulindir í þessum löndum. Sama gerði stjórn
Perú. Venezuela ætlar sér að þjóðnýta olíu-
lindirnar á tíu árum. Flest hinna Opec-land-
anna undirbúa ýmist þjóðnýtingu eða það að
eignast allt að 50% af hlutafé þeirra félaga,
er sjá um framleiðsluna. Ríkisstjórn Iran, sem
hefur farið sér hægt, tók í mars 1973 allan
olíuiðnað landsins undir stjórn sína. — Það
212