Réttur


Réttur - 01.10.1973, Síða 6

Réttur - 01.10.1973, Síða 6
nýtingu fiskimiða vorra oss til handa eftir að vér höfðum stofnað lýðveldið. En þeir, sem að þessari olíuverðs-byltingu og þjóðnýtingu standa, eru af ýmsu undar- lega ólíku sauðahúsi, allt frá einvaldsfurstum afmr úr 1001 nótt yfir til næstum blóðrauðra byltingarmanna sem þó ákallá Múhamed frekar en Marx. Það er því afar misjafnt hvort alþýða manna þar í löndum nýmr nokkurs við þessa baráttu, en þó er það sum- staðar svo. En möguleikar hennar til þess að rísa upp og heimta sinn rétt vaxa við þessar aðgerðir og imperíalisminn, höfuðfjandi allr- ar alþýðu heims, veikist. Enn eru kommún- istaflokkar bannaðir í flestum Arabalöndum, nema Irak og Sýrlandi, en þrýstingur alþýðu á harða barátm gegn imperíalismanum vex í sífellu. En ríkisstjórnir og auðhringar auð- valdslandanna sitja ekki auðum höndum. Ef þeim þykir valdarán eða stríð of hætmlegt að beita á svo eldfimu svæði sem olíulöðrandi Arabalöndum, þá mun ekki skorta á hvers- konar vélabrögð, múmr og annað, til þess að reyna að ná samstarfi við afmrhaldssöm- usm einvaldskónga Arabalanda svo sem Feisal í Saudi-Arabíu. En múmr hjálpa ekki gagnvart þessum fursmm, sem vaða nú svo í peningum, að kauphallir Vesmr-Evrópu riða við tilfærslu þeirra á fé. Hinsvegar reynir auðvald Nato-landa að skírskota til kommún- istahræðslu þessara miðaldafursta, — og máske það vopn reynist því drýgra. En það gerir þó málið margbrotnara að kommúnistar og róttækur verkalýður Vesmrlanda, auk sósíalistaríkjanna, styðja þessa uppreisn kúg- aðra landa gegn imperíalismanum líkt og sá afmrhaldssami Abyssiníukeisari hlaut smðn- ing þeirra, er Mussolini réðst á land hans forðum. — Það er ekki nýtt í veraldarsög- unni að góður málstaður hljóti smðning hinna ólíkustu afla, sökum mótsetninga drottnara innbyrðis, — svo sem er einvalds- ríkin Spánn og Frakkland studdu sökum and- úðar á Englandi, byltingu þá, er skóp Banda- ríkin 1776. Það, sem gerir þá víðtæku samfylkingu Arabaþjóðá í baráttunni við olíuhringana nú svo harða, — þrátt fyrir nokkurn klofning í þeirra röðum, — er stríðið við Israel. En um það skal ei rætt frekar að sinni. Verðbyltingin í olíunni mun hafa áhrif til hækkunar á ýmsum öðmm hráefnum: timbri, kopar o. fl., svo og á efni þau, sem unnin hafa verið úr olíu (nylon, plast o. fl.), sökum þess hve ódýr hún var. Jafnframt munu þjóð- nýtingarráðstafanir Araba gegn olíuhringun- um hvetja aðra hráefnaframleiðendur til eft- irbreytni: Perú þjóðnýtir nú þegar stærsta koparfélag landsins. Nú mun reyna fyrir alvöru á vinnandi stéttir Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku. Því „velferðarríki" sem víða hefur skapast í þessum löndum, verður ekki við haldið nema á kostnað auðhringanna: gróða þeirra, valds og tilvem. Auðhringarnir reyna að velta af sér yfir á verkalýðinn afleiðingum upp- reisnar í hráefnalöndunum: með kauplækk- unum, atvinnuleysi og öðmm kreppufyrir- bzrygðum. Verkalýður auðvaldslandanna og fyrrum kúgaðar nýlenduþjóðir þurfa að taka höndum saman og brjóta vald auðhringa heimsins á bak aftur. — Það er það, sem vér Islendingar berjumst fyrir að gerist í fisk- veiðamálum vorum, — þar sem baráttan stendur ekki hvað síst við ensk-hollenska heimshringinn Unilever, sem næst gengur Shell að auði af öllum einokunarhringum utan Bandaríkjanna.4) — Þetta er það, sem þarf að gerast á heimsmcelikvarða nú. ★ Uppreisn olíulandanna gegn auðhringa- valdi heims, sem birtist í þessari gífurlegu hækkun á olíu, hefur einnig áhrif til hækk- 214

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.