Réttur


Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 11

Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 11
munandi eðlis kynjanna, hljóti þau að þurfa tvenns konar uppeldi, en við komumst ekki að því hver raunverulegur munur kynjanna er fyrr en bæði kynin fá sömu meðferð i æsku. Hvað er meðfætt og hvað er áunnið, lært? Raunar er það einkenni- legt þjóðfélag á framfarabraut, sem telur eðlilegt, að karlar sjái fyrir fjölskyldunni einir og þjóðfé- lagsleg staða og öryggi kvenna og barna skuli vera komin undir húsbóndanum einum. Með auknum kröfum er stöðugt meiri ábyrgð og þyngri byrðum hlaðið á karlmennina í stað þess að skipta þessu á bæði kynin. Meðan konur hafa enn að mestu einar með höndum uppeldi ungra barna, ættu þær að beita áhrifum sínum til að uppræta þau óeðlilegu viðhorf, sem hér hefur verið lýst. 3.0 ÓSTÖÐUGUR VINNUKRAFTUR EÐA VARAVINNUAFL Lágstéttarkonur hafa alla tíð tekið virkan þátt í framleiðslunni, það voru yfirstéttarkonurnar, sem gátu veitt sér þann munað að helga fjölskyldunni lif sitt. Þróunin varð síðan sú, að konur af milli- stétt tóku upp háttu hefðarkvennanna og helguðu heimilinu starfskrafta sína. Þegar henta þótti, var þessari þróun hampað og mikilvægi móður- og húsmóðurhlutverksins lofsungið, en á þeim tímum, þegar vantaði vinnuafl, kom í Ijós, að hér var vara- vinnuafl til geymslu. Iðnbyltingin og ör vöxtur iðn- aðarins eftir hana þarfnaðist meira vinnuafls en 219

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.