Réttur - 01.10.1973, Page 15
kvæma framfærsluskylda afnumin, verði það til
þess, að konur fari að líta á það sem sjálfsagðan
hlut, að þær séu sjálfstæðir einstaklingar og fari
að búa sig undlr starf og afli sér tekna með þátt-
töku í atvinnulífinu. Þó skiptir enn meiru, að það
hlýtur að verða til þess, að löggjafinn og yfirvöld
fari að líta á störf kvenna utan heimilis sem sjálf-
sagðan hlut. Verður þá væntanlega farið að miða
þjóðfélagsuppbygginguna elnnig við þátttöku
kvenna í atvinnulifinu, með ýmsum félagslegum
aðgerðum, og mun ég koma að þeim siðar. Verði
litlð á alla elnstaklinga sem sína eigln framfær-
endur, má elnnig búast við að giftar konur fari að
líta á störf sin utan helmilis alvarlegum augum,
en ekki sem elnhverja aukavinnu eingöngu til að
drýgja tekjur heimilisins. Einkennileg er sú stað-
reynd, sem komlð hefur í Ijós við kannanlr erlendis,
að ógiftar konur mæta betur til vinnu en giftar,
þótt þær hafi börn.
Nýleg bandarísk athugun hefur leitt í Ijós, að
konur fá að meðaltali 1C—12% lægri laun i Banda-
ríkjunum en karlar fyrir sömu vinnu. Meðal þeirra
er atv.'nnuleysi einnig mun meira.1 2) Samkvæmt
könnun kvennablaðanna sex í löndum Efnahags-
bandalagsins, sem nefnd var hér að framan, kemur
í Ijós að meðaltímakaup kvenna I úrvinnslugreinum
(þar sem unnið er úr hráefni) I Hollandi er 39%
lægra en karla; i Belgiu 32% lægra, í Vestur-
Þýskalandi 29% lægra, í Frakklandi og Italíu 24%
lægra.”)
Hér á landi hefur Hagrannsóknadeild Fram-
kvæmdastofnunar ríkisins gert athugun á launa-
tekjum giftra kvenna árin 1963 og 1970 samkvæmt
skattaframtölum. Þar kemur í Ijós, að heildartekjur
giftra kvenna árið 1970 voru rúmir 2 miljarðar kr.
52.4% þessara kvenna höfðu einhverjar tekjur
(50.8% í Reykjavík, 53.5% utan Reykjavikur),
hafði sú hlutfallstala hækkað úr 36.6% 1963. „Virk"
atvinnuþátttaka var árið 1970 miðuð við 45.000 kr.
árstekjur eða meira og var hún 35.1 % fyrir allt
landið. Þarna er hlutfallið hærra fyrir Reykjavík,
38,1 %, en 33% utan Reykjavíkur. Oti á landi eru
hlutfallslega fleiri með tekjur undir 45 þús. kr.,
3) Þjóðviljinn, júlí 1973.
2) Morgunblaðið, 11.3. 1973.
3) Niðurstöður kynntar hjá starfshópi í Norræna
sumarháskólanum.
Daumier: Þvottakona.
þ.e. i Reykjavik eru fleiri með fasta vinnu.3) Skýr-
ingin á þessu er e.t.v. sú, að ekki er oins mikið
um „kvennastörf" úti á landi og þar er félagsleg
þjónusta (barnaheimili o. fl.) jafnvel enn verri en
í Reykjavík. Sambærileg tala árið 1963 var 20.8%
og var þá miðað við 15.000 kr. árstekjur.
Samkvæmt launaúrtaki Kjararannsóknarnefndar
frá árunum 1966—71,“) var raunverulega útþorgað
tímakaup verkakvenna í verksmiðjum 82.7% af
raunverulega greiddu tímakaupi verkamanna í dag-
vinnu árið 1971, 1969 höfðu þær aftur á móti haft
84.7% af tímakaupi verkamanna, en sambærileg
tala árið 1967 var 77.9%. i fiskvinnu var hlutfallið
mun jafnara, enda bónusinn kominn þar inn 1. 1971
var tímakaup verkakvenna í fiski komið upp I
97.0% af tímakaupi verkamanna. Þess ber að geta,
að hér er um að ræða lægst launuðu karla-
störf. Af fjórum störfum, sem kjaranefnd byggir
launaúrtakið á, er karlakaup lægst í fiski, en þar er
kvennakaupið hæst. Samkvæmt könnun tveggja
bankastarfsmanna, sem birtist í Bankablaðinu 1.—2.
tbl. 1970, þar sem könnuð var röðun í launaflokka
223