Réttur - 01.10.1973, Side 21
keppninnar. Hins vegar er hægt að vinna sér inn
mikið fé umfram tímakaupið. Hið mikla vinnuálag
gerir það að verkum, að fólk endist ekki lengi í
slíkri vinnu, þar sést stöðugt færra roskið fólk og
hvers virði er þá stundargróðinn?
Það er einkennileg staðreynd, að konur skuli
vinna meira slíka timamælda ákvæðisvinnu en karl-
ar og að meiri nákvæmni er beitt við mælingu
staðaltíma við ákvæðisvinnu þá, sem konur vinna,
heldur en við ýmsa þá vinnu, sem karlar vinna í
ákvæðisvinnu. Þeir vinna frekar eftir hreinu ákvæði,
þ.e. greiddur er ákveðinn taxti fyrir ákveðið verk,
þannig er ákvæðisvinna t.d. i byggingariðnaðinum.
Utreikningar i bónuskerfinu eru nokkuð flóknir,
a.m.k. skortir á, að verkafók leggi það á sig að
sannprófa útreikninga. Einkennilegt var það atvik
i haust, þegar upp komst í einu frystihúsinu að
verkakonur, sem unnu eftir bónuskerfinu, höfðu
verið hlunnfarnar í greiðslum á annað ár. Það er
greinilegt að nokkuð skortir á fræðslu launafólks
um launakerfi.1)
6.3
Fóstur- og kennslustörf
Fósturstörf eru eingöngu unnln af konum og þvi
lágt launuð, þótt menntunarkröfur séu miklar. (3 ár
í Fósturskóla Islands eftir stúdentspróf, kennara-
1 Frétt i Þjóðviljanum, 1. 9. 1973.
229