Réttur


Réttur - 01.10.1973, Síða 28

Réttur - 01.10.1973, Síða 28
að annað heimilisfólk breyti alls ekki lifnaðarháttum sinum og krefjist nákvæmlega þess sama af hús- móðurinni og áður. Taki það þátt í heimilishaldinu eru þau ,,að hjálpa" henni, en ekki að leysa sinn hluta verksins af hendi. Rekstur heimilisins er I höndum húsmóðurinnar eftir sem áður, hún sér um mat, innkaup, tiltekt, þvotta, fataviðgerðir og jafn- vel framleiðir hún sjálf föt á fjölskylduna. Sjaldnast minnkar heimilisfaðirinn við sig vinnuna, t.d. sleppir aukavinnu; þannig að hann gerir ekki hluta heim- ilisstarfanna að sínu starfi. I Sovétrikjunum og löndum Austur-Evrópu hafa konur mjög verið hvattar til þátttöku I atvinnulífinu, en þar hafa þær ekki hlotið samsvarandi frelsi frá heimilisstörfunum. Ekkort þýðir að tala um jafnrétti kynjanna á vinnumarkaðnum meðan he.'milisstörfin eru í formi einkafrsmleiðslu og eru á ábyrgð kon- unnar einnar. Samneyslu þarf að stórauka með fé- lagslegum aðgerðum, t.d. þarf að koma upp mötu- neytum á öllum vinnjstöðum og I öllum skólum (það mundi einnig spara samgönguæðar og bensín). Fjöldaframlelðsla á fatnaði á lógmarksverði ætti að koma i veg fyrir, að konur þurfi að spara kaup á tilbúnum fatnaði með því að framleiða hann sjálfar. Einnig þarf að auka framlelðslu ó ódýrum, tilbúnum mat. 9.0 UPPELDISHLUTVERK KVENNA Það sem einkum kemur í veg fyrir, að konur geti haft starf með höndum utan heimilis, eru börn þeirra ung og smá, sem þurfa umönnun og aðhlynningu og hafa ekki í neitt hús að venda, sé móðir þeirra ekki heima. Hér á landi er skortur á dagvistunarstofnunum geigvænlegur og barna- skólar eru tví- og þrísetnir. Þess vegna hafa börnin sundurslitna stundatöflu og óþekkt er, að börn fái mat í skólanum. I Reykjavík og nágrenni fá aðeins börn einstæðra foreldra Inni á dagheimilum, þar sem um er að ræða heils dags dvöl, og ekki ereinu sinni hægt að koma til móts við þau öll. Börn giftra foreldra eiga kost á leikskólaplássum hálfan daginn frá kl. 8 til 12 eða 1 til 5, en víðast eru leikskól- arnir einnig yfirfullir og langlr biðlistar. Lítill áhugi á dagheimilum og litlar framkvæmdir í byggingu þeirra eru réttlættar með því, að óhollt sé fyrir börn að alast upp á ,,stofnunum“ eins og það er orðað, öllum börnum sé fyrir bestu að vera með móður sinni mestan hluta fyrstu ævióranna. En hér er sem oftar beitt tvöföldu siðgæði. Nú er ekki verið að hugsa um börn einstæðra mæðra, sem verða að vera ó dagheimilum. Engum dettur I hug að borga þeim kaup fyrir að vera heifna í stað þess að byggja fyrir þær dagheimili, enda væri það miklu dýrara. Hsr sem oft cndranær ráða pening- arnir skoðunum manna. Skortur á dagheimilum er geysilega mikill. Yfir- völd hafa ekki áhuga á byggingu þeirra og er seinagangur I þessum málum afsakaður með pen- ingaleysi, en heldur eru það veik rök, þegar nægi- legt fé virðist vora í landinu til að byggja viðskipta- hallir og peningastofnanir. Bygging þarf að „borga sig" og það þykir litill peningagróði að þvi að reisa uppeldisstofnun fyrir litil börn. Ekki er hugsað um að á góðum, vel reknum barnaheimilum er hægt að veita uppvaxandi kynslóð félagslegt uppeldi undir langa skólagöngu, en þetta verður æ erfiðara innan kjarnafjölskyldunnar, sem orðin er mjög einangruð. Sú skoðun, r.ð best sé fyr'r barnið að vera með móður s'nni elnni allan daginn í lokaðri ibúð I borg, er nú á undanhaldi víðast hvar. Slíkt uppeldi er reyndar nýtt á nálinni i sögu mannskepnunnar og orðið til af neyð. Þeir sem aðeins hugsa um gróðann og hagvöxt- in gætu reiknað dæmið þannig, að væri dagvist- unarheimilum komið á fót, mætti með launatekjum þeirra kvenna, sem kæmust út á vinnumarkaðinn, auka peningaveltuna enn meir. I könnun Rauðsokka í Kópavogi, sem nefnd var hér að framan, var fjórðu hverri konu I bænum á aldrinum 20—50 ára sendur spurningalisti. Af nið- urstöðum má álykta að 250 dagvistunarrými vanti í Kópavogi fyrir börn þeirra kvenna, sem þegar vinna úti, en 590 rými fyrir börn þeirra kvenna, sem vildu vinna utan heimllis, ef þær hefðu örugga gæslu fyrir börn sín. Samtals eru þetta þá rými fyrir 840 börn.1) I dagvistunarkönnun í Reykjavík, sem áður hefur verið vikið að, var 1.000 konum, sem höfðu eitt barn eða fleiri á aldrinum 0—10 ára á heimilum sínum í ágúst 1971, sendur spurningalisti. Við úr- “) Nú eru í Kópavogi 28 dagheimilisrými, en 105 leikskólarými. 236

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.