Réttur


Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 30

Réttur - 01.10.1973, Blaðsíða 30
af hverju stafar þetta vanmat? Hér erum við aftur komin að þætti uppeldisins og aldarandans. Það hefur því miður oft hent í félögum, að áhugi kvenna hefur hreinlega verið bældur niður með því að þær væru notaðar til ýmissa þjónustustarfa, þyðu þær fram starfskrafta sína. Hver kannast ekki við þá fjáröflunarleið, að konur eru látnar baka kökur og hita kaffi og selja á fundum eða er það ekki algengt, að konur gangi í hús og rukki félags- gjöld frekar en karlarnir? Kvenfélög stjórnmálaflokkanna hafa á yfirborðinu það markmið að þjélfa konur til pólitískra starfa, þar sem of erfitt væri fyrir þær að hefja slíka þátttöku innan um félagsvana karla með stjórn- málalegt sjálfstraust. Raunin er allt önnur. Ég tel pólitísk kvenfélög eins og þau eru nú hér á landi, hreinlega koma I veg fyrir, að konur taki þátt f stjórnmálum. Áhugasamar konur ganga I þessi félög og einangrast þar. Félagsstarfið sjálft á síðan mjög lítið skylt við stjórnmálaáhuga. Afþreyingar- sjónarmið kvenfélaganna veður uppi. Þær halda námskeið í kökubakstri, hafa sýnikennslu á síldar- réttum og halda fundi um mál, sem ekkert koma pólitík við. Þær taka oft að sér fjársöfnun og grípa þá oft til starfsaðferða liknarfélaganna, halda basar eða tombólu, ellegar hafa kaffisölu til ágóða fyrir hitt og þetta (t.d. húsbyggingarsjóð flokksins). Alls kyns fjársöfnunarstörf geta auðvitað komið hinum ýmsu stjórnmálaflokkum vel og þannig haft óbein áhrif á pólitíkina í landinu, en konur, sem fyrir þessu standa losna vísast úr tengslum við málefnið sjálft, þær verða vinnudýr, ekki mótunaraðili. 11.0 NIÐURLAG — ÚRBÆTUR Forsenda frelsunar kvenna undan kúgun þjóðfé- lagsins og karlmanna er þróun sjálfsvitundar þeirra. Aðeins þeirra eigin sjálfstæða hugsun getur gert þær frjálsar. Konur þurfa að vakna upp og vekja hver aðra til pólitiskrar meðvitundar og baráttu í stað þess að verða aðeins virkir þjóðfélagsþegnar annað hvert ár, þegar þær nota sinn lýðræðislega atkvæðisrétt. En það er ekki átakalaust að vakna upp af sætum draumum einkalífsins og vera drifin út úr sínum litla lokaða heimi, þar sem þær hafa álit og áhrif, út i stéttabaráttu og raunveruleika stjórnmálanna. Lenín trúði því, að sósíalisminn myndi frelsa konurnar og margir álita, að nær sé fyrir þá sem vilja jafnrétti kynjanna að berjast fyrir sósíalisma en frelsun kvenna í borgaralegu þjóð- félagi. En geta konur, sem ekki hafa vaknað til meðvitundar um sjálfa sig og stöðu sína, barist fyrir sósialisma? Konur ráða litlu um þau ytri skil- yrði, sem stjórna lifi þeirra, þær eru sem áhrifa- lausir áhorfendur, ihaldssamar og því stuðnings- menn óbreytts ástands. Við sjáum að í Sovétrikj- unum og löndum Austur-Evrópu er staða kvenna betri en hjá okkur, en það er langt frá því, að þær hafi náð jafnrétti á við karlmenn, það sést, ef litið er á æðri stöður þjóðfélagsins eða inn á heimilin. Jafnrétti kynjanna kemur ekki sjálfkrafa með sósí- alismanum, fyrir því þarf að berjast, en innan hans eru möguleikar á fullu jafnrétti fyrir hendi. Það er aftur á móti rétt, að auðvaldsþjóðfélag hefur ekki áhuga á jafnrétti, hvorki milli kynjanna né t’inna ýmsu stétta. Á kúgun kvenna og verkamanna byggir það hagkerfi sitt. En innan þess má vinna að og undirbúa jafnrétti karla og kvenna, þar til grund- vallaruppbyggingu þjóðfélagsins verður þreytt. Eitt fyrsta skrefið til þess að kona vakni til sjálfs- meðvitundar er að hún verði fjárhagslega sjálf- stæð, sín eigin fyrirvinna. En verkakonur hafa um ’angan aldur unnið utan heimilanna, það eitt hefur ekki gert þær frjálsar, fleira þarf að koma til. At- vinnulífið er byggt upp með það fyrir augum, að þar vinni karlmenn, sem eigi sína þjónustu heima á heimilinu, sem sér um að hann hvílist eftir langan vinnudag og sefi reiði hans vegna óréttlætis og ósigurs á vinnustað eða öðrum sviðum þjóðfélags- ins. Á þessu þarf að verða breyting. Aðstæður á vinnumarkaðnum eiga einnig að miðast við konur og taka þarf tillit til barna vinnuaflsins. Verkalýðs- baráttan er ekki komin á það stig, að mönnum sé orðið Ijóst mikilvægi þessara mála.* 1) Hætt er við að það verði konum ekki til góðs, ef þær þyrpast nú út í atvinnulífið, meðan það er ekki einnig snið- J) Á ráðstefnu Verkamannasambandsins um sam- eiginlegar sérkröfur sambandsins í yfirstandandi samningum komu fulltrúar verkakvennafélaga og kvennadeilda verkalýðsfélaganna sérstaklega saman til að móta sínar sérkröfur og stungu fulltrúar Akraness þar upp á, að sett yrði inn I kröfugerðina ákvæði um að atvinnurekendur greiddu 1/2% af launum til reksturs og uppbygg- ingar dagvistunarheimila fyrir börn og yrði þessi 238

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.