Réttur


Réttur - 01.10.1973, Side 33

Réttur - 01.10.1973, Side 33
í HÖGGI VIÐ HAKAKROSSINN HAUSTIÐ 1933 Þýska auðmannastéttin hafði í ársbyrjun 1933 gripið til nasismans, blóðugrar ógnar- stjórnar sinnar gegn verkalýðshreyfingunni. „Sjálfstæðisflokkurinn" íslenski og Morg- unblað hans hafði boðið Hitler og kumpána hans vel komna til valda og trúað hverri lygi þeirra sem nýju neti, kennt kommúnistum ríkisþinghúsbrunann og spurt „hvenær færi að loga við Austurvöll". Sumpart var hér á ferð næstum því ótrúleg glámskyggni, — sbr. Morgunblaðið 26. apríl 1933, er það segir: „Vafalaust sér Hitler um að ekki verði skert hár á höfði Gyðinga", — en sumpart og raunar mestmegnis réði ferðinni fögnuður yfir því að hafa eignast voldugan fóstbróður í herferðinni gegn „kommúnismanum". Þegar íslensk ungmenni tóku að fylkja sér undir hakakrossfána Hitlers fagnaði Morg- unblaðið. „En óþarft er að taka það fram, að þjóðernissinnum detta engin spjöll lýðræð- isins í hug, en fylgja af alhug eflingu ríkis- valds, er spornar við hvers konar yfirgangi," segir Mgbl. 14. maí 1933. Og einn af þing- mönnum „Sjálfstæðisflokksins" býður nasista- hreyfinguna velkomna í Morgunblaðinu 25. maí: „Með þeim formála bjóðum vér þjóð- ernishreyfinguna velkomna. Hvort sem þeir, er að henni standa, kallast þjóðernissinnar eða annað því um líkt, eiga þeir að tilheyra hinni íslensku sjálfstæðishreyfingu — og eru hluti af Sjálfstœðisflokknum." (Leturbr. í Mgbl.). Verkalýðshreyfing heimsins hafði víða tek- ið að sýna þýska verkalýðnum samúð sína og nasismanum andúð sína og hatur á ýmsan 241

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.