Réttur


Réttur - 01.10.1973, Qupperneq 37

Réttur - 01.10.1973, Qupperneq 37
lögum hans, en réttarhöldin í Leipzig voru þá að byrja. A þeim fundi töluðu Einar Ol- geirsson, Aki Jakobsson, Sigurður Einarsson og Hendrik Ottósson. — Sama daginn sást letrað á þýzka aðalkonsúlatið í Reykjavík: „Niður með Hitler! Lifi Kommúnistaflokkur Þýskalands!" Þann 8. okt. gekkst baráttunefndin gegn fasisma afmr fyrir fundi í Iðnó. Töluðu þar Jóhannes úr Kötlum, Brynjólfur Bjarnason, Haukur Björnsson og Einar Olgeirsson. Yar þar og mótmælt ofsóknum þeim, sem þá voru hafnar gegn Arnfinni Jónssyni, skólastjóra á Eskifirði. Málaferli urðu út af Díönu-slagnum sem öðrum slíkum aðgerðum. HAKAKROSSFÁNI HERTEKINN 9. NÓVEMBER ’33 Það sem mistókst við „Díönu", heppnaðist að fullu, þegar þýska fisktökuskipið „Eider" frá Hamborg kom hingað og hafði haka- krossfánann uppi. Nokkrum ungum kommúnistum undir for- ustu Hallgríms Hallgrímssonar, er síðar barð- ist á Spáni í Alþjóðaherdeildinni og reit bók um það, tókst að komast um borð í skipið, skera niður hakakrossfánann og hafa hann á brott með hér. Var nú fáninn falinn, svo lögreglunni tókst ekki að finna hann. Svo var og um þá, er skáru hann niður. Skall þó eitt sinn hurð nærri hælum, er lögreglan kom í Bröttugötusalinn, en félagarnir voru þá í gamla sýningarklefanum. Um kvöldið hélt K.F.I. opinn fund í Bröttu götusalnum. Var sá fundur fyrst og fremst haldinn í sambandi við baráttuna gegn at- vinnuleysinu, en þó ákveðið að taka barátt- una gegn fasismanum þar fyrir á sérstakan hátt, sem hér greinir: Salurinn var troðfullur, líklega um 500 manns. Átti Einar Olgeirsson að flytja þar ræðu gegn fasismanum. Aður en sú ræða hófst var dyrum lokað, ljós slökkt um smnd og öllum bannað að fara út meðan á ræð- unni stóð, því vitað var um lögreglunjósnara og hvítliða á fundinum. Einar lauk ræðunni með því að sýná hakakrossfánann, er skorinn hafði verið niður þennan dag, kasta honum á gólfið í ræðustólnum, trampa á honum og segja að eitt sinn myndi verkalýðurinn troða hakakrossveldið undir fótum. — Var síðan ljósið slökkt, fáninn látinn hverfa. Síðan voru dyrnar opnaðar og njósnararnir skunduðu út. Þegar kröfuganga skyldi hefjast á eftir til að flytja borgarstjóra kröfur atvinnuleysingja, var lögregla og hvítlið allfjölmennt í Brötm- götu. Urðu nokkur átök, en ekki tókst lög- reglu að finna hakakrossfánann. — Kröfu- ganga hélt áfram og var m.a. árangurslaust leitað liðsinnis hjá Alþýðuflokknum, sem á skemmtun í Iðnó minntist bardagans 9- nóv. árið áður. Að lokum var haldið að húsi Jóns Þorlákssonat borgarstjóra í Bankastræti og honum aflaentar kröfurnar. Lýsti Einar Ol- geirsson svo kröfugöngunni lokið af tröpp- unum þar í Bankastræti 11. — En er menn tóku nú að dreifast og halda heim til sín, þótti sumum í lögreglunni tími hefndarinnar kominn. Umkringdu þeir Einar og lém kylf- urnar dynja á höfði hans, svo fyrir sprakk á þrem stöðum. Forðuðu Stefán Ogmundsson prentari og fleiri félagar honum úr höndum lögreglu og var farið með hann til Valtýs Albertssonar læknis í Túngöm. Saumaði Val- týr nú saman það, sem sprungið hafði. A meðan kom Erlingur Pálsson, fulltrúi lög- reglustjóra, og vildi fá Einar framseldan, en Valtýr neitaði og bjargaði þannig Einari úr klóm lögreglunnar. 245

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.