Réttur


Réttur - 01.10.1973, Page 39

Réttur - 01.10.1973, Page 39
EINAR OLGEIRSSON: AÐ SKERA Á LÍFTAUG UM VIÐSKIPTIÍSLANDS VIÐ SOVÉTRÍKIN Það hefur í næstum 30 ár staðið hörð barátta um það hér á landi, hvort Island ætti að hafa mikil viðskipti við Sovétríkin og önnur sósialistisk lönd eða ekki. Ég býst við að flestir, sem ekki eru orðnir alveg steinblindaðir af Rússagrýlu „Sjálfstæðis- flokksins", viðurkenni það nú, ekki síst eftir að olíuskorturinn skall yfir hinn vestræna heim, að þau viðskipti séu oss íslendingum dýrmæt. En þá er um leið gott að menn geri sér Ijóst hvílika baráttu það hefur kostað við aftur- haldsöfl hér heima og erlendis að koma þeim viðskiptum á og viðhalda þeim eða endurreisa þau. Nú myndi flestum þykja það sérréttindi, sem Island nýtur, að hafa einkum olíuviðskipti við Sovétríkin í svo ríkum mæli. —Skal þvi nokkuð rifjað upp hvernig þetta hefur gengið. Viðskiptin eftir stríð hófust með þeirri ferð er við Pétur Benediktsson fórum fyrir ný- sköpunarstjórnina til Moskvu í árslok 1945. I byrjun árs 1946 bauðst Sovétstjórnin til að kaupa af Islandi mikið magn af vörum og greiða megnið í dollurum. Eg man eftir að þegar Olafur Thors, þáverandi forsætisráð- herra, fékk skeytið frá sovétstjórninni um þetta tilboð, er þótti mjög gott, þá varð hon- um að orði: „Nú, þeir ætla ekki að láta Kan- ana fá okkur ókeypis, Rússarnir!" Það vant- aði hvorki gáskann né skilninginn á grund- vallarmótsetningunum hjá honum. Samningurinn fyrir árið 1946 var upp á 74 miljónir kr. í útflutning frá Islandi (eftir þáverandi gengi 11,5 milj. dollara), innflutn- 247

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.