Réttur - 01.10.1973, Page 41
undir forsendum, er síðan voru sviknar, —
og amerískur her kallaður inn í landið án
leyfis forseta og Alþingis.
BRESKT BANN
Þegar íslendingar tóku upp 4 mílna fisk-
veiðilandhelgi 1952, hugðist breska ríkis-
stjórnin geta beygt Islendinga með því að
setja bann á fisksölur okkar til Bretlands.
En nú brást breska auðvaldinu bogalistin.
Islenska ríkisstjórnin, þótt afturhaldssöm
væri, sá nú hvers virði þessir nýju bandamenn
voru, þegar lífshagsmunir Islendinga voru
annarsvegar. Sjálfur utanríkisráðherra Islands,
Bjarni Benediktsson, sem bar þó mikla ábyrgð
á viðskiptaslitunum við sovétstjórnina, snéri
sér nú til hennar í nevðinni og óskaði eftir
að taka þau viðskipti upp aftur. Sovétstjórnin
brást vel við og viðskiptin hófust að nýju
1952 og hafa ekki slitnað síðan. Það, sem
Kaninn hafði sundur slitið, tókst nú Bretanum
með ofstopa sínum að sameina. Það sannaðist
nú enn einu sinni hvert hald Islandi var í
viðskiptunum við Sovétríkin í efnahagslegri
frelsisbaráttu okkar við vestrænu auðjöfrana.
OLIA OG FREÐFISKUR
Sovétríkin urðu nú æ stærri kaupandi að
íslenskum freðfiski, en greiddu fyrst og
fremst með olíu — og voru hvortveggja við-
skiptin góð. I tíð vinstri stjórnarinnar uxu
l>essi viðskipti enn stórum, svo 1958 munu
viðskiptin við Sovétríkin hafa verið um 20%
af útflutningi og innflutningi Islands, en öll
viðskiptin við sósíalistalöndin um 30% af
viðskiptum Islands og mun vart nokkurt ann-
að vestrænt land hafa haft meiri viðskipti við
þau í hlutfalli við út- og innflutning sinn.
— A þessum árum voru það Sovétríkin
og Þýska alþýðulýðveldið ein, sem viður-
kenndu 12 mílna fiskveiðilögsögu Islands,
er framkvæmd var 1. sept. 1958.
AFTURHALDIÐ ENN Á NÝ
Enn þegar afturhaldið komst til valda á
ný 1958, tók það til við sömu iðjuna og
fyrrum: Viðskiptin við sósíalistísku löndin
skyldu brotin niður og Island gert algerlega
háð auðvaldsmörkuðunum. Það átti um leið
að verá liður í því að knýta landið fastar við
Atlandshafsbandalagið. Bandaríkin höfðu frá
upphafi litið viðskiptin við Sovétríkin horn-
auga og viljað þau feig. Það var mest-allan
þennan tíma starfandi sérstök Nato-nefnd,
til þess að skipuleggja hindrun á viðskiptum
við Sovétríkin. Er hún kölluð Cocom (Coord-
ination Committee) og hafði aðsetur í París.
Afturhaldið á Islandi var innilega sammála
þessari stefnu. En meðan markaði skorti fyrir
freðfisk áleit viðreisnarstjórnin sig neydda til
að notfæra sér markaðinn í Sovétríkjunum,
þó það kostaði það að fá olíuna þaðan. Var
því Island ekki meðlimur þessarar bann-
nefndar, þó ekki vantaði viljann. „Morgun-
blaðið” reit í ritstjórnargrein 1. júní 1960
þessi orð, er það básúnaði hina „frjálsu versl-
un", sem viðreisnarstjórnin kom á:
„Hömlur þær, sem enn eru á inn-
flutningi, byggjast á því, að við erum
tilneyddir til að eiga vöruskipti við
kommúnistaríkin, þótt þau viðskipti
249