Réttur


Réttur - 01.10.1973, Side 43

Réttur - 01.10.1973, Side 43
ERLEND VÍÐSJÁ NOREGUR Kosningarnar í Noregi 9- og 10. septem- ber urðu sigur fyrir Sosialistisk Valgforbund (S.V.), samfylkingu Sosialistisk Folkeparti (S.F.), Kommúnistaflokks Noregs, A.I.K. (andstæðinga Efnahagsbandalagsins úr Verkamannaflokknum) og flokkslausa sósíal- ista. Fékk S.V. alls 15 þingmenn eða rúm 11% kjósendanna, en Verkamannaflokkur- inn fékk 63 þingmenn, tapaði 12 þingsæt- um og 11,2% fylgis miðað við heildartölu kjósenda. Flokkar þeir, er stóðu gegn inn- göngu í EBE, unnu á: Kristilegi flokkurinn (Lars Korvald) fékk 20 þingsæti (fjölgaði um 6) og Miðflokkurinn 22 (bætti tveim við sig). DÖNSKU KOSNINGARNAR Úrslit dönsku þingkosninganna í desember- byrjun sýndu í enn ríkara mæli en kosning- arnar í Svíþjóð og Noregi þá þróun að sósí- aldemókratar stórtapa. Danski sósíaldemó- krataflokkurinn missti næsmm þriðjung fylg- is síns, hrapaði úr 37,3% atkvæðum 1971 og 70 þingsæmm niður í 25,7 % og 46 þing- sæti (atkvæðatala 783.566). Flokkur Erhard Jakobsen, sem klofnaði hægra megin út úr sósíaldemókrötum, fékk 7,8% og 14 þing- menn. Lýðskmmsflokkur Glistrups, „Fram- sóknarflokkurinn" fékk 15,9% og 28 þing- menn, á kostnað annarra borgaraflokka og krata. Sósíalistiski alþýðuflokkurinn (S.F.) fékk nú 6,1% atkvæða og 11 þingmenn (183.265 atkv), en hafði 1971 9,1% og 17 þingmenn. Hinsvegar náði nú Kommúnista- flokkur Danmerkur (DKP) því að fá afmr fulltrúa á danska þinginu: fékk 3,6% at- kvæða og 6 þingmenn (110.809 atkv.), en hafði 1971 1,4% og engan fulltrúa á þingi. Nýmr hann nú hins gamla trygga verka- mannakjarna síns og nýs fylgis róttæks æsku- lýðs. Vinstri sósíalistaflokkurinn (V.S.) fékk 1.5%, síðast 1.6%, en engan kjörinn (at- kvæði 44.572). Þessar dönsku kosningar sýna áþreifanlega á hve veikum gmnni það „velferðarríki" er reist, sem byggir félagslegu umbæmrnar fyrst og fremst á almennri skattlagningu fólks, en læmr drotnunarvald burgeisa yfir atvinnu- tækjunum óskert. Hin forríku auðfélög koma vel út úr skattlagningu, en skattaálögur á al- menning skapa lýðskrumurum mikla mögu- leika til að blekkja fólk til fylgis við sig með innantómum loforðum, — svo sem nú Gli- strup. Jafnframt hefnir sín nú á sósíaldemó- krömm hve hallir þeir hafa verið undir áhrif burgeisastéttarinnar og jafnframt vanrækt uppeldi fylgjenda sinna í sósíalískum anda. er hefði gefið þeim mótvægi gegn hægra lýð- skrumi. — Velferðarríki vinnandi stétta verð- ur að byggjast á völdum þeirra og valdamissi auðmannastéttarinnar, ef það á að vera ör- uggt til frambúðar. Kosningarnar eru alvarlegt áfall fyrir verkalýðshreyfingu Danmerkur, verklýðs- flokkarnir (Sós.dem. — S.F. — V.S. — 251

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.