Réttur


Réttur - 01.07.1974, Blaðsíða 10

Réttur - 01.07.1974, Blaðsíða 10
brást Framsóknarflokkurinn og rauf sam- stöðu stjórnarflokkanna um kosningu á for- semm þingsins. Hann neitaði að styðja sinn eiginn fulltrúa sem forseta sameinaðs Al- þingis, en samdi við Gylfa Þ. Gíslason án allra skuldbindinga um að hann vildi ganga til vinstra samstarfs. Og Framsóknarflokkurinn vildi einnig verða við kröfu íhaldsins um að það fengi forseta neðri deildar, þó að svo færi að lok- um að úr því yrði ekki. Sú afstaða Framsóknarf'okksins sem fram kom í samningaviðræðunum sker þó algjör- lega úr um það, að hann var ekki lengur á þeirri vinstri línu, sem hann hafði verið á, og sem stjórnarstefna síðustu ára var mið- uð við. Hér skal nú vikið að nokkrum mikils- verðustu atriðum úr samningaviðræðimum. LANDHELGISMÁLIÐ I landhelgismálinu settum við alþýðu- bandalagsmenn fram þrjú meginatriði varð- andi stefnumörkun nýrrar ríkisstjórnar. I fyrsta lagi vildum við að því yrði slegið föstu, að héðan af yrði ekki um frekari samn- inga um veiðiheimildir fyrir útlendinga að ræða innan 50 mílnanna. Við vildum þannig loka á samninga við Vesmr-Þjóðverja og alla aðra sem nú leita eftir samningum um veiðar í 50 mílna landhelginni. Þessari tillögu okkar neitaði Framsóknar- flokkurinn algjörlega og hafði auðvitað smðning Alþýðuflokksins til þess. Framsóknarfulltrúarnir lögðu hins vegar fram tillögu um, að allt yrði gert til að ná samningum við Vesmr-Þjóðverja, en það þýðir — eins og hætt er við að nú sannist í reynd innan skamms — að undan kröfum Vesmr-Þjóðverja verði látið. 1 öðru lagi lögðum við alþýðubandalags- menn til, að það yrði skýr stefna stjórnarinn- ar að þegar samningarnir við Breta renna út 13. nóvember á næsta ári, komi framleng- ing á þeim ekki til greina og engar nýjar undanþágur. Einnig þessu atriði neitaði Olafur ]ó- hannesson fyrir hönd Framsóknarflokks- ins algjörlega og sagðist vilja hafa ó- bundnar hendur. Benedikt Gröndal bætti því við í áheyrn allra samninganefndarmanna, að hann teldi að vel gæti staðið svo á þegar samninga- tími v ð Breta væri útrunninn að nauðsynlegt vccri að framlengja þá, t.d. ef líkur væru á því að 200 mílna reglan væri að komast á. I þriðja lagi lögðum við alþýðubandalags- menn til, að ríkisstjórnin lýsti því yfir að fiskveiðilandbelgri yrði fœrð út í 200 sjó- mílur og kæmi það til framkvæmda um leið og samningurlnn við Breta gengur úr gildi, þann 13. nóvember á ncesta ári. Við benmm á að fyrr hefði útfærslan ekki raunhæft gildi fyrir okkur. Þessari tillögu neitaði Óafur Jóhannesson líka og sagði að Framsóknarflokkurinn vceri algjörlega á móti því að tímasetja á nokkurn hátt útfœrsluna í 200 mílur. Alþýðuflokkur- inn smddi þessa afstöðu Framsóknarflokks- ins. Þau viðbrögð Framsóknarflokksins, sem ég hefi hér greint frá, varðandi tillögur okkar í landhelgismálinu, eru vissulega athyglis- verð, og þau eru einnig táknræn um afstöðu Framsóknarflokksins í þessum vinstristjórnar- viðræðum almennt. Með því að neita þessum tillögum okkar var Framsóknarflokkurinn raunverulega að krefjast stefnubreytingar í landhelgismálinu. I stað sóknar í landhelgis- málinu áður, var nú komin undansláttar- stefna með allt opið til eftirgjafa og nýs samningamakks um veiðar útlendinga í fisk- veiðilandhelginni. Það er líka vert að taka eftir hinni hörðu stefnu í sambandi við útfærsluna í 200 míl- 146
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.