Réttur


Réttur - 01.07.1974, Blaðsíða 4

Réttur - 01.07.1974, Blaðsíða 4
í annan stað eru líkur til þess að unnt sé að hrinda hinni nýju stjórn áður en langur tími líður vegna þess hvernig Framsóknar- flokkurinn er samansettur. Framsókn hefur innan sinna vébanda stóran fjölda fólks, sem er andvígur samstarfinu við íhaldið. Þessi fjöldi er vinstra megin í íslenskum stjórn- málum. Þessi fjöldi (ég giska á rúmlega helming flokksbundinna Framsóknarmanna og enn hærra hlutfall meðal almennra fylg- ismanna) mun gera allt sem í hans valdi stendur til þess að stytta faðmlög forustu sinnar við íhaldið, ef hann finnur þrýsting utan frá svo um munar. Og það er verkefni Alþýðubandalagsins að veita þann þrýsting. Alþýðubandalagið er nú öflugasti stjórn- arandstöðuflokkurinn, Þjóðviljinn stærsta stjórnarandstöðublaðið. Alþýðubandalagið hefur smám saman á undanförnum sex árum verið að breytast úr „hreyfingu" í flokk. Þessi breyting hefur tekið of langan tíma og flokksstarfið er enn ekki sem skyldi. Flokkurinn verður nú að gera sér grein fyrir því að því aðeins nær hann verulegum árangri út á við að hann styrki svo um munar innviði sína. Fjöldagrundvöllur verð- ur ekki færður út að umtalsverðu marki nema með því að efla innra starfið eða með því að fórna ýmsum markmiðum flokksins í þjónustu tæknifærisstefnunnar. Þá mundi flokkurinn ekki megna að gegna skyldum sínum við íslenskan verkalýð í þeirri baráttu sem framundan er. Alþýðubandalagið hefur nú alla burði, þrátt fyrir allt, til þess að gegna forustu- hlutverki sósíalísks flokks, ef nú á lands- fundi flokksins í haust, verður lagður grund- völlur að traustara innra starfi flokksins. En verkalýðshreyfingin? Auðvitað er verkalýðshreyfingin í stjórnarandstöðu. Hags- munir verkalýðsstéttanna eru í fullri and- stöðu við hagsmuni auðstéttanna, sem ráða 140 1 núverandi ríkisstjórn. Það verður að vera alveg ljóst. Þó að einstaka verkalýðsforingj- ar reyni að ýta þessari staðreynd til hliðar kemur hún alltaf upp á yfirborðið á nýjan leik og minnir á tilveru sína. Hún hlýtur til dæmis að verða hverjum manni ljós núna, þegar hin nýja íhaldsstjórn hefur ákveðið fyrstu ráðstafanir sínar. Þessar ráðstafanir felast í eftirfarandi meginatriðum: Verðhækkanir hafa verið ákveðnar svo miklar að gleggstu sérfræðingar opinberra stofnana telja að verðlag muni hækka um 20% fram til 1. desember. Hér er fyrst og fremst um að ræða hækkanir á brýnustu / neysluvörum almennings: A matvörum hverskonar, búvörum (40%), rafmagni, hita- veitu, strætisvagna-fargjöldum o.s.frv. Sölu- skatmr verður enn hækkaður, um tvö pró- sent, gengið hefur verið fellt um 17%, ben- sín hefur hækkað um þriðjung til neytenda og þannig mætti lengi telja. Um leið og þessar gífurlegu verðhækkanir eiga sér stað eru vísitölubætur á laun bann- aðar með lögum. Það þýðir að kaupmáttur launa almennt skerðist verulega og um leið réttindi launafólks. A móti skerðingu þess- ari koma síðan svonefndar „launajöfnunar- bætur", hækkun fjölskyldubóta og hækkun tryggingabóta. Samkvæmt tölum sérfræðinga ríkisstjórnarinnar munu aðgerðirnar í heild hafa í för með sér frá 5% og upp í 14% kjaraskerðingu eftir launaflokkum. Þeir telja að þessi skerðing verði að fullu komin fram fyrir 1. febrúar. Aðrir sérfræðingar og for- ustumenn verkalýðshreyfingarinnar telja að þessi skerðing verði mun meiri og að hún verði að fullu komin fram 1. desember. Kaupmáttur launa verður færður niður á það stig, sem var við lýði á sl. ári, 1973, segja sérfræðingar ríkisstjórnarinnar, en í rauninni mun kaupmáttur almennra launa skerðast svo að hann verði nú svipaður og J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.