Réttur


Réttur - 01.07.1974, Blaðsíða 55

Réttur - 01.07.1974, Blaðsíða 55
RITSJÁ Naomi Mitchison: A life for Africa. The story of Bram Fischer. — Merlin Press 1973. Abram Fischer er líklega einn af göfugustu mönnum okkar aldar. Hann er af forustuætt Búa í Suð- ur-Afríku, afi hans forsætisráð- herra þeirra, faðir hans forseti hæstaréttar Orange-fríríkisins. — Sjálfur var hann einn virtasti lög- fræðingur Suður-Afriku . öllum frama, embætti og auð fórnar hann til að berjast fyrir málstað hinna kúguðu og ofsóttu. Árið 1966 var hann dæmdur í lífstiðar- fangelsi af fasistastjórn Suður- Afríku og hefur nú setið 8 ár í dýflissum hennar, er nú veikur og máttfarinn og neitað um læknis- hjálp. (Réttur birti 1966 í 3. heft- inu ýtarlega frásögn um ævi hans og útdrátt úr hinni frægu varn- arræðu hans 28. mars 1961). Nú hefur Naomi Mitchison rit- að um hann ágæta ævisögu (190 síður), þar sem hún með sínum fjöruga, tilfinningaríka stíl dregur upp hina bestu myndir af uppvexti hans og öllum hinum undarlegu og margbrotnu aðstæðum I Suður- Afríku, þá dvöl hans I Oxford síðar (ca. 1932—34) og svo öllu lifi hans og starfi i frelsisbar- áttunni gegn fasismanum I Suður- Afríku. Frácagnlr hennar af fjöl- skyldu hans bregða nýju Ijósi yíir líf þocsa m k!a manns: Sorgleik- u.inn, er kona hans drukknaði, og kveðjuaiihöfnln vlð ókirkjulega jarðarför, þar sem ekki mátti flytja kveðjuræðu og fæst r fé- lagarnir máttu lala saman út af þrælalögunum, — mynd höfundar af réttarsalnum, er Fischer var dæmdur I ævilangt fangelsi: Hann brosti þá til barna sinna og kvaddi með krepptum hnefa: tákn- inu um baráttu gegn fasismanum,. en þau börn n, Ruth, llse og Paul, sem allir horfðu nú á, beittu öll- um sálarstyrk sínum að brotna ekki saman. Sjálfur hafði Fischer verið hinn óviðjafnanlegi verjandi blakkra félaga sinna áratugum saman. Hann vitnaði nú I síðustu ræðu sinni undir lokin i „spámannleg orð sem einn af fremstu leiðtogum Búa sagði 1881 og letruð eru á standmynd Krugers forseta fyrir utan dómsalinn. B. Fischer mælti þessi áletruðu orð á máli Búa, þjóðtungu sinni. Þau hljóðuðu svo: „Fullir trúnaðartrausts leggjum vér múl vort I dóm alls heimslns. Hvort sem vér sigrum eða deyjum, mun frelsið risa I Afríku eins og sólin upp úr skýjum morgunsins." Þessi sigurorð Búaþjóðarinnar heimfærði Fischer nú ó frelsis- baráttu Afrikumanna. Mitchison skýrir líka frá dvöl Bram Flschers I dýflissum, bæði á Robben Island og víðar. Hann er þegar bókin er rltuð I flokki A- stjórnmálafanga: fær engin blöð, ekkert útvarp, má aðeins skrifa og móttaka 3 bréf á mánuði, 500 orð, og i þeim mega engar fréttir vera, — ein heimsókn tveggja manna einn klukkutíma á mánuði. Þegar sonur hans Paul dó 1971 Abram Fischer fékk hann ekki leyfi til að vera við jarðarförina. Margar hugleiðingar höfundar er að finna i þessari bók. Þær eru vel rökstuddar og öll ber bókin vott um hinn mikla lærdóm, sögu- legan áhuga og heitar tilfinningar höfundar. Naomi Mitchison er afkastamik- ill rithöfundur. Hún er fædd 1. nóv. 1897, dóttir J. S. Haldane, frægs eðlisfræðings, — systir J. B. S. Haldano.líffræð ngsins mikla, sem einnig komu við sögu í ensk- um stjórnmálum. Naomi Mitchison hefur ritað um 50 bækur, mikið þar af sögulegur skáldskapur, m.a. tvær um efni snertandi Is- land: ,,Swans Road" 1954 um víkingaferð!rnar, m.a. til Vínlands hins góða og 1955 „Land the Ravens Found". Hún er vel lesin í þeim fræðum: Heimskringla, Orkneyinga saga, Færeyja saga 191
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.