Réttur


Réttur - 01.07.1974, Blaðsíða 54

Réttur - 01.07.1974, Blaðsíða 54
engu að síður. Var það til bragðs tekið, að reyna að koma þessum kostnaði yfir á Islendinga, og átti það að heita svo, að hér væri um varnarskip að ræða til að vernda land'ð og landsmenn fyrir Tyrkjum og öðrum sjóræningjum." . . . Landsmönnum ,,hugkvæmdist með öðrum orðum það snjallræði, að múta höfuðsmanni og fógeta til að afstýra þessari fyrirætlan." . . . Jón Aðils: Einokunarverslun Dana á Islandi. (1919). Bls. 596—7. Annars kemur-------------— (Gunnar stórbóndi viII ekki gefa ungum en fátækum manni, B:rnl, dóttur sína). ,,Nei, en Björn var af snauðum kominn og svo var einhver framtaksandi í honum; það átti ekki við hinn sofandi sve taranda þar, að hann braut bág við gamlar venjur, þar sem annað mátti betur fara, og nurlaði ekki saman hvert mark og rikisort til þess að leggja I handraðann, heldur varði hann því meðfram til að mennta sig. Það kvað svo rammt að, að hann keypti Nýju Félagsrit n, og það var ekki hið besta á syndaregistri Bjarnar hjá Gunnari gamla; hann hafði heyrt prest.'nn og hreppstjórann segja, að þau vildu draga landið undan konunginum-, það leist honum illa á, því að honum hafði einhvern tíma verið sagt það í búð úti I Vestmannaeyjum, að ef konungur- inn væri ekki, þá mundi Tyrkinn undir e ns koma og leggja allt Island undir sig. En það vissi Gunnar, að Tyrkinn er ekki betri en sá svarti sjálfur." Jónas Jónasson frá Hrafnagili: I sögunn: „Glettni lífsins (Rit 1947, II. bindi, bls. 20.?—3. Sagan kvað styðjast við stað- reyndir). Það vil ég ekki, Þjóðunn kvað, gnóg eru aflaföng: blóðkrónur, betlidalir og léreftin löng, hér land og þar land — hvað varðar mig þá um frelsissöng. Eitt sinn var boðorðið eitt í landi: eigi að víkja — nú er öldin önnur og önnnr boðorð sem ríkja — fyrsta boðorðið er: að svíkja. Jóhannes úr Kötlum í „Sóleyjarkvæði" 1952. Ef sœttist þú á svefnsins ró og svikur brúði þá, þú lítur aldrei oftar beint í augun hennar blá, og færð því aldrei framar það, sem fegurst er, að sjá. Jóhannes úr Kötlum I „Fjallkonan" (1945). Eg veit að við höfum hnotið á torfœrri götu. — Eg hefði kannski átt að segja það berari orðum: Það vex engin þjóð við að þiggja hinn blóðstokkna þening fyrir þátttöku og hlýðni í samsœrum, ránum og morðum. Og vei þeim sem tengja vor örlög við eyðing og dauða. þau óhcefuverk sem að lögðu oss í hlekkina forðum. Guðmundur Böðvarsson í „I Bifröst" (1952). Eitt verð ég að segja þér áður en ég dey, enda skalt þú börnum þínum kenna fræði mín, sögðu mér það álfarnir í Suðurey, sögðu mér það dvergarnir í Norðurey, sögðu mér það gullinmura og gleymmérei og gleymdu því ei: að hefnist þeim, er svíkur sína huldumey, honum verður erfiður dauðinn. Guðmundur Böðvarsson: Völuvísa (1963). 190
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.