Réttur


Réttur - 01.07.1974, Blaðsíða 21

Réttur - 01.07.1974, Blaðsíða 21
Stærðirnar sem inn í súluritið ganga eru reikn- aðar út frá kaupgreiðslum til stórs úrtaks dags- brúnarverkamanna í Reykjavík og er það fram- kvæmt á skrifstofu kjararannsóknarnefndar. I ritum nefndarinnar kallast slik töluröð „kaupmáttur með- altímakaups" og er hún þar birt eftir ársfjórðung- um. Hér hefur hún verið umreiknuð yfir á misseri, m.a. til þess að samanburðurinn við kauptaxta-súlu- ritið verði greiðari og til að draga úr truflandi ahrifum árstíðasveiflu. Sitt er hvað, taxtakaup og raunverulega greitt kaup, en hér er hið síðara á dagskrá öfugt við súlurit I. Ekki er átt við einstakling á ákveðnum kauptaxta, heldur er miðað við a.m.k. 1.500 manns sem vinna fjölbreytilegustu verkamannavinnu hjá 50—60 fyrirtækjum I Reykjavík. Talið er saman hvað þeir hafa samanlagt unnið margar stundir (dagvinna og yfirvinna) og hvað kaupgreiðslan til mannanna er há upphæð. Vinnustundunum er því næst deilt í upphæðina og fæst þá vinnutekjur á hverja klukkustund eða „meðaltímakaup". Þetta „meðaltímakaup" er háð mörgum þáttum. Einn er sá hvað hver maður fær greitt á tímann. Annar, í hvernig hlutföllum mennirnir skiptast eftir hæð timakaupsins. (Er mikið af mönnum á lágu kaupi m ðað við hina sem fá hærra kaup, eða öfugt). Þriðji: er yfirvinna? (Reglan er sú að greiða yfirvinnu með 40—80% álagi og gefur þá auga leið að hlutfallslegt vægi yfirvinnu hefur mikil áhrif á „meðaltímakaup"). Breyting getur því orðið á „meðaltímakaupi" frá einum tíma til annars þótt taxtar standi í stað ef samsetning vinnuhópsins eða vinnutími breyt- ist. Nú hafa kauptaxtar breyst verulega frá 1971 (hjá hafnarverkamönnum breyttist raungildi eða kaupmáttur taxtakaupsins frá 1971 eins og súlu- ritið hér á undan — súlurit I — greinir). Til við- bótar kemur það að iðulega er vikið smávegis frá kauptöxtum (samanber grein um svonefnt launa- skrið og meðfylgjandi töflur um yfirborgan'r hjá verkamönnum í 20. Fréttabréfi kjararannsóknar- nefndar frá nóvember 1972 bls. 33 en þar er því haldið fram að á órunum 1965—71 hafi greidd laun verið að jafnaði 19—20% yfir samningsbundnum launum). HVERNIG Á AÐ TÚLKA? Mismunur á súluritunum tveimur, „raungildi taxtakaups" og „raungildi vinnutekna" er tals- verður og raunar mikill varðandi fyrra misseri 1974. Skýringin hlýtur að liggja í óvenju mikilli eftirspurn eftir vinnuafli, mikilli yfirvinnu og senni- lega eitthvað auknum yfirborgunum hjá einstaka hópum eða mönnum. Af þeim vinnutekjum sem liggja súlur.tinu til grundvallar (þ.e. súlurit II) var verulegs hluta aflað í yfirvinnu allan tímann en só hluti fór þó vaxandi. Árið 1971 voru 31,1% af tekjunum fyrir yfir- vinnu, 1972 34,5%, 1973 38,7% og fyrra misseri 1974 39,7%. Tekjuauka sem að svona verulegu leyti er aflað með þrældómi — lengri vinnutíma og að líkindum einnig auknu vinnuálagi (því er ekki launaskriðið IítiIfjörlegar bætur fyrir „intensívari" vinnu?) — er að sjálfsögðu ekki hægt að meta til eindreg- innar kjarabótar. Sannarlega er málið mjög flókið. Líta má svo á að súlurit I sýni raunhæfar kjara- bætur en það sem súlurit II hækkar meira (ath. þó: súlurit I er hafnarvinna, súlurit II allskonar vinna) sé hundsbætur fyrir aukna undirokun vinn- unnar undir auðmagnið. Ef vill má því lesa út úr súluritunum eina af ástæðunum fyrir falli vinstri stjórnar. Verkalýðnum auðnaðist sem sé ekki að takmarka yfirráð auðsins yfir huglægri afstöðu hans sjálfs til vinnunnar af þvi að markmið vinn- unnar var „auðmagnað": meiri peningatekjur var krafan sem sat i fyrirrúmi en krafan um aukin völd fékk ekki byr undir vængi í baráttuformum verka- lýðshreyfingarinnar. Hér gæfist einnig svigrúm til margs konar ann- arra athugana og ályktana. Það mætti til að mynda koma við greiningu ó h'num ótrúlega þenslumætti íslensks hagskipulags. TILVlSUN Hér notuð gildi eru einfalt meðaltal viðkomandi ársfjórðunga og eru þessi: 1971 1 100,0. 1971 II 102,3. 1972 I 117,0. 1972 II 123,7. 1973 I 122,9. 1973 II 126,7. 1974 I 139,4. Heimild að súluriti II og öðrum upplýsingum sem hér eru gefnar er að finna í 25. Fréttabréfi kjararannsóknarnefndar frá september 1974 bls. 15 og 5. 157
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.