Réttur - 01.07.1974, Blaðsíða 22
Blekkingin
banvæna
— her v e r n d
Hættulegasta blekkingin, sem nú er borin
á borð fyrir Islendinga er sú að herstöðin
á Keflavíkurflugvelli sé eitthvert öryggi fyrir
Island. Það er þvert á móti: Ef til stórvelda-
styrjaldar kæmi, þá er þjóðinni dauðinn vís
vegna þessa hervallar.
SEGULSKAUT ATOMSPRENGJA
OG ELDFLAUGA
Bandaríkin og Sovétríkin hafa nú hvert
um sig sprengimagn til að steindrepa „mörg-
um sinnum" hvert mannsbarn í löndum
þeirra og bandamanna þeirra. Það sem held-
ur þessum ríkjum frá að hefja heimsstríð,
— og það fer nokkuð eftir heimsskoðun
hvoru er trúað til slíks, — er að þau vita
hvort um sig að heimsstríð er endalok beggja,
máski alls mannkyns.
Það er hægur vandi hernaðarlega séð fyrir
Bandaríkin að taka Kúbu (en það kostar
dýrt), eða Sovétríkin Vestur-Berlín, en þau
vita hvort um sig að það þýðir gereyðingar-
158
heimsstríð. í þeirri vitneskju felst „öryggi"
Vestur-Berlínar eða Kúbu, öðru ekki.
Það dugar ekki að hugsa samkvæmt tíma-
töflu eða tækni síðusm heimsstyrjaldar, ef
menn hugsa í alvöru um þá, er kynni að
koma. Urslitahryðja hennar gerist á fyrsm
mínútum og klukkusmndum þess stríðs, þeg-
ar eldflaugar atómsprengja falla á herstöðv-
ar „óvinarins". Herstöð á Keflavíkurvelli
dregur að sér slíkar sprengjur sem segull með
þeirri gereyðingu, er þeim fylgja.
Það er vafalaust lítill möguleiki fyrir nokk-
urt mannsbarn að lifa af atomstyrjöld stór-
veldanna. Helst væri hann þó sá fyrir Islend-
inga að hafa hér enga herstöð og lýsa yfir
því, að ef til stórveldastyrjaldar drægi, muni
allir flugvellir hér á landi eyðilagðir þeir,
er hernaðarnot mætti af hafa.
Þeir stjórnmálamenn, sem láta hafa sig til
að blekkja þjóðina með öryggistalinu, taka
á sig þunga ábyrgð. En þeir vita um leið
að þeir verða aldrei dregnir til ábyrgðar, ef
til stórveldastyrjaldar kemur og á „öryggið"
þeirra reynir, því þá yrði þjóðin að líkindum
ekki lengur til.
Það reynir því á menn og helst þjóðina
alla að kunna að hugsa af viti og ábyrgðar-
tilfinningu nú.
NJÓSNAMIÐSTUÐ
Eins og sakir standa er gildi herstöðvar
bandaríska sjóhersins á Keflavíkurvelli fyrst
og fremst það að vera njósnamiðstöð um
ferðir kafbáta. Þeir, sem með fögur orð um
„frelsi, lýðræði og öryggi Islendinga" á vör-
unum, berjast fyrir framhaldi þessarar her-
stöðvar, skulu því gera sér ljóst að þeir gerast
þar með fyrst og fremst sjálfskipaðir fram-
herjar bandarískrar njósnastarfsemi.
En tækniþróun kann brátt að gera njósna-
stöðvar á Islandi óþarfar fyrir Bandaríkjaher,