Réttur


Réttur - 01.07.1974, Blaðsíða 3

Réttur - 01.07.1974, Blaðsíða 3
Svavar Gestsson: HÆGRI STJÓRN OG VERKLÝÐS HREYFING Því styttri valda- tími, því betra fyrir launamenn Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins er mynduð taka auð- hyggjumenn landsins saman höndum gegn íslensku launafólki. Þá gengur einkaauð- magnið, fyrst og fremst stórkaupmannastétt- in (Geir Hallgrímsson og Albert Guðmunds- son) í bandalag við forstjóravaldið í sam- vinnuhreyfingunni, sem á síðustu áratugum hefur verið að reyna að breyta SIS í einskon- ar auðþurs með félagslegu yfirbragði. Um leið tengist íslenska fésýsluvaldið her- mangsgróðanum trausmm böndum þegar slík ríkisstjórn er mynduð. Samningur Einars Agústssonar utanríkisráðherra við Banda- ríkjastjórn er talandi dæmi um þetta: Þar er gert ráð fyrir að fjárfesta í hernámsfram- kvæmdum miljarði króna á næsm árum, og er þá ekki að efa að „aðalverktakar” stjórn- arflokkanna fá vænar fúlgur í sinn hlut. Þá verður gleði í ranni. Þó að þessir aðilar hafi sameiginlega hags- muni á margan hátt, eins og hér hefur verið lýst, og ekki síst af því að hækka allt vöru- verð, lækka krónuna, auka verðgildi fast- eigna sinna, en minnka verðgildi skulda sinna — og lækka kaup launafólks, þá eru þeir keppinautar, sem bítast um gróðann, sem ránfuglar um bráðina. Þeir geta komið sér saman um að „leiðrétta hlut atvinnuveg- anna" — þ.e. að færa fjármagnið frá vinn- andi stéttum, sparifjáreigendum og ríkis- bönkum til gróðaaðilanna. En þetta gengur aðeins svo lengi sem verkafólk sættir sig við slíkt. Ef verkalýðshreyfingin slær í borðið og segir hingað og ekki lengra, stórminnk- ar gróða keppinautanna, þá er úti „vinátta" ránfuglanna um leið og ölið er af könnunni. Þá sýður upp úr og ránfuglar ráðast hver á annan; — sterk og samheldin verkalýðs- hreyfing gemr nefnilega sundrað stjórn, sem er undirgefin erlendu auðvaldi og fjandsam- leg íslensku alþýðufólki. 139
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.