Réttur - 01.07.1974, Page 3
Svavar Gestsson:
HÆGRI
STJÓRN OG
VERKLÝÐS
HREYFING
Því styttri valda-
tími, því betra fyrir
launamenn
Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins er mynduð taka auð-
hyggjumenn landsins saman höndum gegn
íslensku launafólki. Þá gengur einkaauð-
magnið, fyrst og fremst stórkaupmannastétt-
in (Geir Hallgrímsson og Albert Guðmunds-
son) í bandalag við forstjóravaldið í sam-
vinnuhreyfingunni, sem á síðustu áratugum
hefur verið að reyna að breyta SIS í einskon-
ar auðþurs með félagslegu yfirbragði.
Um leið tengist íslenska fésýsluvaldið her-
mangsgróðanum trausmm böndum þegar
slík ríkisstjórn er mynduð. Samningur Einars
Agústssonar utanríkisráðherra við Banda-
ríkjastjórn er talandi dæmi um þetta: Þar er
gert ráð fyrir að fjárfesta í hernámsfram-
kvæmdum miljarði króna á næsm árum, og
er þá ekki að efa að „aðalverktakar” stjórn-
arflokkanna fá vænar fúlgur í sinn hlut. Þá
verður gleði í ranni.
Þó að þessir aðilar hafi sameiginlega hags-
muni á margan hátt, eins og hér hefur verið
lýst, og ekki síst af því að hækka allt vöru-
verð, lækka krónuna, auka verðgildi fast-
eigna sinna, en minnka verðgildi skulda
sinna — og lækka kaup launafólks, þá eru
þeir keppinautar, sem bítast um gróðann,
sem ránfuglar um bráðina. Þeir geta komið
sér saman um að „leiðrétta hlut atvinnuveg-
anna" — þ.e. að færa fjármagnið frá vinn-
andi stéttum, sparifjáreigendum og ríkis-
bönkum til gróðaaðilanna. En þetta gengur
aðeins svo lengi sem verkafólk sættir sig við
slíkt. Ef verkalýðshreyfingin slær í borðið
og segir hingað og ekki lengra, stórminnk-
ar gróða keppinautanna, þá er úti „vinátta"
ránfuglanna um leið og ölið er af könnunni.
Þá sýður upp úr og ránfuglar ráðast hver
á annan; — sterk og samheldin verkalýðs-
hreyfing gemr nefnilega sundrað stjórn, sem
er undirgefin erlendu auðvaldi og fjandsam-
leg íslensku alþýðufólki.
139