Réttur


Réttur - 01.07.1974, Blaðsíða 25

Réttur - 01.07.1974, Blaðsíða 25
LOFTUR GUTTORMSSON: ALÞÝÐUVELDIÐ KÍNA 25 ÁRA „Sigur þjóðbyltingarinnar í Kína og stofn- un hins kínverska alþýðulýðveldis er afdrifa- ríkasti viðburður þessarar aldar, þegar frá er talin rússneska byltingin 1917. Þessi sig- ur er í tölu þeirra viðburða, sem breyta yfir- bragði heimsins, . . .". Svo skrifaði Sverrir Kristjánsson í „Bókinni um Kína" sem gefin var út árið 1950 í tilefni þess að 1. október árið áður lýsti byltingarforinginn Maó Tse- tung yfir stofnun hins kínverska alþýðulýð- veldis í Peking. Þar með færðust húsbónda- völdin í fjölmennasta ríki heims í hendur kínverskra kommúnista og endi var bundinn á blóðuga borgarastyrjöld sem hafði staðið með nokkrum hvíldum í liðlega tvo áratugi. Lengi má deila um mikilvægi einstakra viðburða, en að aldarfjórðungi liðnum þarf engum að vefjast hugur um að sigur hinnar kínversku bændabyltingar hefur breytt yfir- bragði heimsins. Hér er ekki aðeins átt við þær breytingar sem efling hins nýja Kína, Myndin til vinstri: Mao fo/maður heilsar Steinþóri Guðmundssyni varaformanni Sósialistaflokksins, í október 1956, er fulltrúar flokksins koma á flokksþing kinverska Kommúnistaflokksins. Haukur Hafstað, sem stend- ur hjá Steinþóri, og Stefán ögmundsson, voru hinir fulltrúar flokksins. undir stjórn kommúnistaflokksins, h.efur haft í för með sér fyrir valdahlutföll í heiminum. Byltingarsigur kínverja var mesta áfall sem heimsvaldastefnan hafði orðið fyrir síðan rússneska heimsveldið gekk úr greipum henn- ar árið 1917; svo bágt átti forysturíki henn- ar, Bandaríkin, með að sætta sig við orðinn hlut að nálega fjórðungur aldar leið áður en þau beygðu sig undir það sem verða vildi, þ.e. að tilskilinn meirihluti ríkja á allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna greiddi atkvæði með upptöku Kína í samtökin.1) Viðurkenn- ing Bandaríkjastjórnar á hinum „sögulega" ósigri fyrir kínverskum kommúnisma var reyndar nátengd óförum hennar gagnvart þjóðfrelsishreyfingu Víetnams og annarra ríkja Indókína, — hreyfingum sem vandséð er að hefðu staðist gjöreyðingarstríð banda- rísku vígvélarinnar án hins kínverska bak- hjarls. Þannig hefur kínverska byltingin orð- ið ómetanleg stoð og aflvaki fyrir þær frels- ishreyfingar sem risið hafa á undanförnum áratugum gegn oki heimsvaldastefnunnar. En burtséð frá hinum ytri áhrifum er aug- ljóst að Kína er svo stórt af sjálfu sér að flestu leyti að breytingar á innri málefnum þess nægja út af fyrir sig til þess að breyta ásjónu heimsins. Ríki sem hefur um fjórðung mannkynsins innan marka sinna2) og vinnur 161
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.