Réttur


Réttur - 01.07.1974, Qupperneq 25

Réttur - 01.07.1974, Qupperneq 25
LOFTUR GUTTORMSSON: ALÞÝÐUVELDIÐ KÍNA 25 ÁRA „Sigur þjóðbyltingarinnar í Kína og stofn- un hins kínverska alþýðulýðveldis er afdrifa- ríkasti viðburður þessarar aldar, þegar frá er talin rússneska byltingin 1917. Þessi sig- ur er í tölu þeirra viðburða, sem breyta yfir- bragði heimsins, . . .". Svo skrifaði Sverrir Kristjánsson í „Bókinni um Kína" sem gefin var út árið 1950 í tilefni þess að 1. október árið áður lýsti byltingarforinginn Maó Tse- tung yfir stofnun hins kínverska alþýðulýð- veldis í Peking. Þar með færðust húsbónda- völdin í fjölmennasta ríki heims í hendur kínverskra kommúnista og endi var bundinn á blóðuga borgarastyrjöld sem hafði staðið með nokkrum hvíldum í liðlega tvo áratugi. Lengi má deila um mikilvægi einstakra viðburða, en að aldarfjórðungi liðnum þarf engum að vefjast hugur um að sigur hinnar kínversku bændabyltingar hefur breytt yfir- bragði heimsins. Hér er ekki aðeins átt við þær breytingar sem efling hins nýja Kína, Myndin til vinstri: Mao fo/maður heilsar Steinþóri Guðmundssyni varaformanni Sósialistaflokksins, í október 1956, er fulltrúar flokksins koma á flokksþing kinverska Kommúnistaflokksins. Haukur Hafstað, sem stend- ur hjá Steinþóri, og Stefán ögmundsson, voru hinir fulltrúar flokksins. undir stjórn kommúnistaflokksins, h.efur haft í för með sér fyrir valdahlutföll í heiminum. Byltingarsigur kínverja var mesta áfall sem heimsvaldastefnan hafði orðið fyrir síðan rússneska heimsveldið gekk úr greipum henn- ar árið 1917; svo bágt átti forysturíki henn- ar, Bandaríkin, með að sætta sig við orðinn hlut að nálega fjórðungur aldar leið áður en þau beygðu sig undir það sem verða vildi, þ.e. að tilskilinn meirihluti ríkja á allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna greiddi atkvæði með upptöku Kína í samtökin.1) Viðurkenn- ing Bandaríkjastjórnar á hinum „sögulega" ósigri fyrir kínverskum kommúnisma var reyndar nátengd óförum hennar gagnvart þjóðfrelsishreyfingu Víetnams og annarra ríkja Indókína, — hreyfingum sem vandséð er að hefðu staðist gjöreyðingarstríð banda- rísku vígvélarinnar án hins kínverska bak- hjarls. Þannig hefur kínverska byltingin orð- ið ómetanleg stoð og aflvaki fyrir þær frels- ishreyfingar sem risið hafa á undanförnum áratugum gegn oki heimsvaldastefnunnar. En burtséð frá hinum ytri áhrifum er aug- ljóst að Kína er svo stórt af sjálfu sér að flestu leyti að breytingar á innri málefnum þess nægja út af fyrir sig til þess að breyta ásjónu heimsins. Ríki sem hefur um fjórðung mannkynsins innan marka sinna2) og vinnur 161

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.