Réttur - 01.07.1974, Blaðsíða 45
ERLEND I m
VÍÐSJÁ
MÚTUR OG SKEMMDARVERK
CIA í CHILE
Enn einu sinni er ríkisstjórn Bandaríkj-
anna uppvís að lygum og mútum, til að
steypa löglegri ríkisstjórn, og nú ekki aðeins
Nixon heldur og Kissinger. Colby, forstjóri
CIA, leyniþjónustunnar, viðurkenndi við
yfirheyrslur þingnefndar í apríl í vor sök
þessa. Játningin átti að haldast leynd, en
komst á síður „Washington Post'' og New
York Times''.
Henry Kissinger lýsti yfir því eftir valda-
ránið í Chile að „CIA hefði ekkert haft með
valdaránið að gera eftir því sem ég best veit."
Nú viðurkennir Colby að 1964 hafi CIA
greitt „Kristilegum demokrötum" í Chile 3
miljónir dollara til að styðja þá í forseta-
kosningunum, — eina miljón dollara á ár-
unum 1969 og 1970 til að reyna að hindra
kosningu Allende, — 350.000 dollarar voru
greiddir í mútur til þingmanna til að reyna
að hindra að þingið kysi Allende, — síðan
voru greiddar alls 5 miljónir dollara 1971 til
1973 til þess að reyna að koma á öngþveiti
í efnahagsmálum Chile, — við þingkosn-
ingarnar vorið 1973 fengu andstæðingar
Allende 1,5 miljónir dollara í aðstoð, — og
að lokum var í ágúst 1973, mánuði fyrir
valdaránið einni miljón dollara bætt við.
Allar þessar greiðslur voru samþykktar af
þeirri 5 manna eftirlitsnefnd með CIA, sem
Kissinger er formaður fyrir!
Nú er það bert orðið t.d. að vörubílstjór-
arnir, sem voru látnir gera „verkfall" til að
eyðileggja flutningakerfi landsins, fengu
borguð miklu hærri daglaun í dollurum en
þeir gátu unnið sér inn með vinnu!
En þegar allt þetta dugði ekki var her-
foringjunum mútað, — nokkrir þeir heiðar-
legustu af þeim áður myrtir eða hraktir á
brott með morðhótunum, — og sarnt voru
bandarískar leyniskyttur b.afðar með í aðför-
inni að forsetahöllinni 11. september 1973
Ríkisstjórn Bandaríkjanna og leyniþjón-
usta hennar hefur þannig játað á sig lygar
og mútur til að steypa löglegri lýðræðisstjórn.
Hún hefur enn ekki játað á sig morðárásina
á forsetahöllina í Chile. — en hún er upp-
vís að henni eins og Tonkinflóa-lyginni og
W atergate-innbrotinu.
Vissir Islendingar láta blekkja sig til þess
að fela slíkri ríkisstjórn. sem þar að auki
hefur tvívegis svikið samninga við íslendinga
(1945 og 1951), valdið til þess að draga
Island inn í gereyðandi stórveldastyrjöld.
MANNFÉLAG GLÆPANNA
Nixon er farinn frá. „Réttarmeðvitund"
Bandaríkjanna þoldi ekki innbrot og njósnir
Republikana hjá Demokrötum. En hún þolir
áralangar njósnir, hermdarverk og réttar-
morð ríkisvaldsins bandaríska gagnvart
kommúnistum og öðrum róttækum mönn-
um.
181