Réttur - 01.07.1974, Blaðsíða 49
! dýflissum auðvaldsins fyrir að berjast gegn kúguninni:
RODNEY ARlSMENDI LUIS CORVALÁN
aðalritari Kommúnistafl. Uruguay. aðalritari Kommúnistafl. Chile.
ANTONIO MAIDANA
formaður Kommúnistafl. Paraguay.
ofsókna- og pindingaherferð gegn alþýðu
þessa lands, sem eitt sinn var eitt hið frjáls-
legasta í Suður-Ameríku.
Þannig mætti lengi telja.
Þjóðfélagsástandið í þessum löndum er
svo í samræmi við þessa pólitík Bandaríkja-
stjórnar og leppstjórna hennar':
Meðalaldur manna í Bólivíu er 45 ár, í
Brasilíu 40 ár, í Haiti 32 ár.
I Haiti kunna 90% íbúanna hvorki að
lesa né skrifa. I Kolumbíu ljúka aðeins 8
nemendur af 100 skólanámi. I Brasilíu trufl-
ast heilastarfsemi 40% allra barna (8 milj-
ónir) vegna hungurs. I Kolumbíu deyja
90000 börn undir 6 ára aldri árlega af sulti.
Yfir 3 miljónir barna í Suður-Ameríku
á aldrinu 6 til 15 ára verða að þræla allt að
13 tíma á dag.
AUÐUR, ÖRBIRGÐ OG HERNAÐUR
í Bandaríkjunum fá 5% íbúanna 41%
þjóðarteknanna. En 25,5 miljónir manna í
því landi, eða 12,5% íbúanna, verður að
fá styrk af almannafé til þess að ná þeim
lágmarkstekjum, sem nægja til lífsframfæris.
Árið 1970 voru þjóðartekjur á mann 2970
dollarar í stóriðjulöndum auðvaldsheimsins,
en 225 dollarar í þróunarlöndunum.
Auðvald Bandaríkjanna brynjar sig vel
til þess að geta haldið fátækum þjóðum og
undirokuðum stéttum undir oki sínu:
Utgjöld Bandaríkjanna til herkostnaðar í
heimsstríðinu síðara voru 281 miljarður doll-
ara. Síðustu fimm ár voru þessi útgjöld 400
miljarðar dollara. A fjárhagsárinu 1974—5
er áætlað til herkostnaðar á fjárlögum
Bandaríkjaþings 87,7 miljarðar dollara. Það
eru hæstu herútgjöld í 198 ára sögu ríkisins,
næstum 30 cent af hverjum dollara skatt-
greiðanda.
Utan landamæra sinna hafa Bandaríkin
fjórðung alls hers síns: 561.000 hermenn. A
þriðja áratug aldarinnar höfðu Bandaríkin
aðeins her í þrem löndum utan heimalands-
ins, á árum síðari heimsstyrjaldarinnar í 39
löndum, en í byrjun þessa áratugs í 64 lönd-
um. Alls hafa þau komið sér upp yfir 450
stórum herstöðvum utan heimalandsins.
Auk beinna útgjalda til herstöðva eru svo
185