Réttur - 01.07.1974, Blaðsíða 50
á þessu fjárhagsári ætlaðir 7 Vl miljarður
dollara til „aðstoðar erlendis! Af þeim 94
ríkisstjórnum, sem fá þessa „aðstoð", eru
57 einræðisstjórnir lögregluríkja, þar af 18
ríkisstjórnir, sem sjálft utanríkisráðuneyti
Bandaríkjanna nefnir hernaðareinræði. M.a.
eru í þessum hópi Suður-Vietnam með 2,4
miljarða dollara, Kambodía með 551 rniljón,
Chile með 85 miljónir, Brasilía með 70
miljónir, Suður-Kórea með 416 miljónir,
Indonesía með 221 miljón, Taiwan með 80
miljónir dollara. (Þessar nýju upplýsingar eru
frá Cranston, þingmanni öldungadeildar
Bandaríkjaþings).
Svo eru til menn á Islandi, sem telja sjálf-
um sér og öðrum trú um að þessar amerísku
herstöðvar um heim allan séu til varnar
Bandaríkjunum og lýðræðinu, en ekki liður
í framkvæmd heimsdrottnunardrauma.
BANDARÍSKA LEYNIÞJÓNUSTAN
OG GRÍSKA HERFORINGJASTJÓRNIN
Nú þegar gríska einræðisstjórnin er falin,
kemur sannleikurinn endanlega í ljós um
bakhjall hennar. Kissinger hefur nú fyrir-
skipað CIA, leyniþjónustunni, að hætta af-
skiptum af grískri innanlandspólitík!
Það, sem nú er opinberað, er eftirfarandi:
CIA hefur haft afskipti af grískum inn-
anlandsmálum í 25 ár. Fram á síðustu stund,
voru erindrekar CIA í nánu sambandi við
grísku ríkisstjórnina. Tala þeirra bandarísku
erindreka, er höfðu þetta sem aðalstarf var
um 60. Margir þeirra höfðu verið þar 15
ár og lengur. CIA hafði náið samband við
Papadopoulos, sem framdi valdaránið 1967,
og hann er talinn háfa þegið fé frá CIA alit
frá árinu 1952. En fyrir tveim árum hæíti
CIA fjárstuðningi við hann. CIA hafði náið
samband við Joannidis, herlögreglustjórann,
sem steypti Papadopoulos. Hét sá CIA-mað-
ur, er hélt uppi sambandi við hann, Koromil-
as. — Yfirmaður CIA-erindrekanna í Grikk-
iar.di 1968—1972 var Mr. Potts og sá hann
um sambandið við Papadopoulos. Hins vegar
hefur embættismaður úr utanríkisráðuneyti
Bandaríkjanna nú ljóstað því upp að aðal-
maður CIA í Grikklandi 1962—í8, Maury
að nafni, hafi hjáipað Konstantin ko.umgi til
cð kaupa þingmenn miðflokksins og fella
þannig stjórn Papandreu.
Oll svikin, brögðin og múturnar, — stjórn-
araðferðir Bandaríkjanna, — fara nú óðum
að korna í ljós.
SUÐUR-AFRÍKA, ÍRAN OG
OLI'UHRINGARNIR
Suður-Afríka er sem kunnugt er eitt versta
fasistaríki heims. Kúgun hvítu yfirstéttarinn-
ar þar gagnvart yfirgnæfandi meirihluta þjóð-
arinnar, blökkumönnum, er slík að eftir lang-
varandi viðskiptabann á þetta ríki af hálfu
Sameinuðu þjóðanna, þá hefur nú stjórn Suð-
ur-Afríku verið útilokuð frá því að eiga full-
trúa á fundum samtakanna. En viðskipta-
bannið á Suður-Afríku hefur enn ekki hrifið
til fullnustu vegna þess að voldug auðfélög,
Bretlands og Bandaríkjanna fyrst og fremst,
sem eiga mikilla hagsmuna að gæta í Suður-
Afríku vegna stóreigna sinna þar, hindra
framkvæmd þess.
Sigrar sjálfstæðishreyfingarinnar í fyrri
nýlendum Portúgals og þá fyrst og fremst
Mosambík, hafa hinsvegar skapað Suður-
Afríku — og ekki síst Rhodesíu, sem fas-
istastjórnin styður, — nokkur vandræði. En
þá koma voldugir aðilar auðvaldsins henni
til hjálpar.
Keisarinn í íran, sem beitir bláfátæka al-
þýðu lands síns vægðarlausri kúgun, hefur
grætt of fjár á hækkuðu olíuverði upp á
síðkastið og hygst nú nota það fé til þess
186