Réttur


Réttur - 01.07.1974, Blaðsíða 17

Réttur - 01.07.1974, Blaðsíða 17
og þeim hagstæðu kjarasamningum sem náð- ust seint á árinu 1958 og Framsókn notaði til að sprengja stjórnina nutu launamenn ekki síst á árinu 1959- Þá var Sjálfstæðis- flokkurinn að kaupa Alþýðuflokkinn til samvinnu um öfugmælið „viðreisn” og supu launamenn seyðið af henni allan næsta ára- tug, en aldrei varð þó hríðin svartari en fyrstu árin, áður en verkalýðssamtökin fengu almennilega komið fyrir sig fótunum. Aðeins fóru kjörin að lyftast 1964 og var þá lang- vinn stéttabarátta á undan gengin. Næstu ár voru einstaklega gjöful frá nátt- úrunnar hendi og tókst verkalýðshreyfing- unni að fá fram nokkrar kjarabætur út á árgæskuna. En lítt hafði verið hugað að því að treysta grundvöll atvinnulífsins, það fundu menn þegar aflabrestur og verðfall á fiskaf- urðum kippti kjörum launafólks í einu vet- fangi afmr um 5 ár. En með sígandi sóknar- aðgerðum verkalýðshreyfingarinnar var kjör- unum aftur tosað upp og þegar vinstri stjórn- in síðari tók við voru kjörin nokkurn veginn komin í það horf sem þau höfðu áður verið best á „viðreisnar'-tímanum. Þá tekur línan á rás uppávið og kemst þegar á fyrsta ári vinstri stjórnarinnar upp 1 það hæsta sem hún hefur nokkru sinni náð. Og í hæðunum var hún — þökk sé varðstöðu verkalýðshreyfingarinnar og vin- samlegri hagstjórn vinstri aflanna — allt þangað til helmingaskiptastjórn Ihalds og I ramsóknar tók við upp úr miðju ári 1974. VIÐMIÐUN Til grundvallar línuritinu er annars vegar kauptaxti hafnarverkamanna í Reykjavík (Dagsbrún) og hins vegar vísitala neyslu- vöruverðs. Sveiflurnar koma þá við breyt- Jngar á raungildi launa hjá hafnarverka- niönnum samkvæmt meðaltali kauptaxta og verðlags á hverju því ári sem tilgreint er með tilvísunarstriki frá línunni og niður á ártalið. Arið 1944 er sett sama sem 100. A fyrra misseri ársins 1974 er taxtakaupið orðið 31 sinni hærra en það hafði verið að meðaltali árið 1944. Verðlagið hafði þá aftur á móti 25-faldast. Kaupið hafði því hækkað meira en verðlagið og línan stigið samsvar- andi mikið uppávið. Inni í kaupinu eru talin nokkur kjara- atriði sem áunnist hafa fyrir baráttu verka- lýðshreyfingarinnar á tímabilinu: Veikinda- peningar 1% á árunum 1955 til 1958, hurfu þá inn í kaupið sjálft. Styrktarsjóðstillag frá 1961, 1% og orlofsheimilissjóðsgjald, 0,25%, frá 1966. Orlof, 4% til ársloka 1952, síðan 5% fram á árið 1955 þegar það varð 6% sem hélst til 1964. Breytist þá í 7% en varð 8,33% frá ársbyrjun 1972. Utreikningurinn að baki línuritinu miðast við tímakaup en ekki vikukaup. A miðju ári 1965 er vinnuvikan stytt úr 48 í 44 stundir og enn er hún stytt í 40 stundir frá ársbyrjun 1972 að óskertu vikukaupi. End- urgjald fyrir hverja klukkustund eykst þá að sama skapi eða um 9,1% 1965 og um 10% 1972. Sá mikli ávinningur sem vinnu- tímastyttingin var er því túlkuð sem kjara- bót. Allt fram til ársins 1969 er línan ekki dregin á hvert ár heldur að jafnaði aðeins á annað hvort ár og stundum gisnar. Er það gert til að auðvelda yfirsýn yfir megin- samhengið. TEKJUSVEIFLAN MEIRI EN TAXTASVEIFLAN Arstekjur og breyting á þeim koma ekki fram í línuritinu þar sem hér er miðað við taxtakaup og ekki gerð tilraun til að meta raunverulegan vinnutíma. Mismunur árs- tekna er miklu meiri en sveiflur línuritsins þar sem raungildi kaupsins var að jafnaði 153
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.