Réttur - 01.07.1974, Side 17
og þeim hagstæðu kjarasamningum sem náð-
ust seint á árinu 1958 og Framsókn notaði
til að sprengja stjórnina nutu launamenn
ekki síst á árinu 1959- Þá var Sjálfstæðis-
flokkurinn að kaupa Alþýðuflokkinn til
samvinnu um öfugmælið „viðreisn” og supu
launamenn seyðið af henni allan næsta ára-
tug, en aldrei varð þó hríðin svartari en
fyrstu árin, áður en verkalýðssamtökin fengu
almennilega komið fyrir sig fótunum. Aðeins
fóru kjörin að lyftast 1964 og var þá lang-
vinn stéttabarátta á undan gengin.
Næstu ár voru einstaklega gjöful frá nátt-
úrunnar hendi og tókst verkalýðshreyfing-
unni að fá fram nokkrar kjarabætur út á
árgæskuna. En lítt hafði verið hugað að því
að treysta grundvöll atvinnulífsins, það fundu
menn þegar aflabrestur og verðfall á fiskaf-
urðum kippti kjörum launafólks í einu vet-
fangi afmr um 5 ár. En með sígandi sóknar-
aðgerðum verkalýðshreyfingarinnar var kjör-
unum aftur tosað upp og þegar vinstri stjórn-
in síðari tók við voru kjörin nokkurn veginn
komin í það horf sem þau höfðu áður verið
best á „viðreisnar'-tímanum.
Þá tekur línan á rás uppávið og kemst
þegar á fyrsta ári vinstri stjórnarinnar upp
1 það hæsta sem hún hefur nokkru sinni
náð. Og í hæðunum var hún — þökk sé
varðstöðu verkalýðshreyfingarinnar og vin-
samlegri hagstjórn vinstri aflanna — allt
þangað til helmingaskiptastjórn Ihalds og
I ramsóknar tók við upp úr miðju ári 1974.
VIÐMIÐUN
Til grundvallar línuritinu er annars vegar
kauptaxti hafnarverkamanna í Reykjavík
(Dagsbrún) og hins vegar vísitala neyslu-
vöruverðs. Sveiflurnar koma þá við breyt-
Jngar á raungildi launa hjá hafnarverka-
niönnum samkvæmt meðaltali kauptaxta og
verðlags á hverju því ári sem tilgreint er
með tilvísunarstriki frá línunni og niður á
ártalið. Arið 1944 er sett sama sem 100.
A fyrra misseri ársins 1974 er taxtakaupið
orðið 31 sinni hærra en það hafði verið að
meðaltali árið 1944. Verðlagið hafði þá aftur
á móti 25-faldast. Kaupið hafði því hækkað
meira en verðlagið og línan stigið samsvar-
andi mikið uppávið.
Inni í kaupinu eru talin nokkur kjara-
atriði sem áunnist hafa fyrir baráttu verka-
lýðshreyfingarinnar á tímabilinu: Veikinda-
peningar 1% á árunum 1955 til 1958, hurfu
þá inn í kaupið sjálft. Styrktarsjóðstillag frá
1961, 1% og orlofsheimilissjóðsgjald,
0,25%, frá 1966. Orlof, 4% til ársloka
1952, síðan 5% fram á árið 1955 þegar
það varð 6% sem hélst til 1964. Breytist
þá í 7% en varð 8,33% frá ársbyrjun 1972.
Utreikningurinn að baki línuritinu miðast
við tímakaup en ekki vikukaup. A miðju
ári 1965 er vinnuvikan stytt úr 48 í 44
stundir og enn er hún stytt í 40 stundir frá
ársbyrjun 1972 að óskertu vikukaupi. End-
urgjald fyrir hverja klukkustund eykst þá
að sama skapi eða um 9,1% 1965 og um
10% 1972. Sá mikli ávinningur sem vinnu-
tímastyttingin var er því túlkuð sem kjara-
bót.
Allt fram til ársins 1969 er línan ekki
dregin á hvert ár heldur að jafnaði aðeins
á annað hvort ár og stundum gisnar. Er
það gert til að auðvelda yfirsýn yfir megin-
samhengið.
TEKJUSVEIFLAN MEIRI
EN TAXTASVEIFLAN
Arstekjur og breyting á þeim koma ekki
fram í línuritinu þar sem hér er miðað við
taxtakaup og ekki gerð tilraun til að meta
raunverulegan vinnutíma. Mismunur árs-
tekna er miklu meiri en sveiflur línuritsins
þar sem raungildi kaupsins var að jafnaði
153