Réttur


Réttur - 01.07.1977, Síða 34

Réttur - 01.07.1977, Síða 34
NÝLENDUPÓLITÍK EKKI LIÐIN UNDIR LOK Og undarlegt þykir mér til þess að vita, að nýlendupólitíkin, sem ætti að vera liðin undir lok, og Norðurlönd hafa tekið þátt í að uppræta annars staðar í lieiminum, skuli enn vera við lýði innan vébanda þeirra sjálfra. En samt er það nú svo. En þrátt fyrir allt, þrátt fyrir þær and- stæður og mótsagnir, sem ég hér hef bent á, á það að heita svo — og er líka svo — að við þessar þjóðir hér á Norðurlöndum eigum eitthvað sameiginlegt, og að við höfum eða ættum að hafa sameiginleg viðhorf gagnvart umheiminum og líka að við höfum eða ættum að liafa vanda- mál í eigin löndum okkar, sem við reynd- um að leysa í sameiningu. Athugum þá fyrst viðhorf okkar út á við. Tilraunin, sem gerð var til að koma á norrænu varnarbandalagi, fór út nm þúf- ur. I stað þess gerðist jrað, að ísland, Nor- egur og Danmörk gerðust aðilar að At- lantshafsbandalaginu, en hin urðu utan við. Tilraunin til að koma á norrænu efna- hagsbandalagi — Nordek — fór líka út um þúfur. Danmörk varð meðlimur í Efnahagsbandalagi Evrópu, en hin ekki. Menn hafa reyna að afsaka þennan tví- string Norðurlanda, og skai ég ekkert dæma um það hér. En, jrrátt fyrir þessar afsakanir, þá get- um við samt sem áður ekki komist fram hjá því, að þessar staðreyndir skera nor- rænni samvinnu mjög svo jiröngan stakk. Við getum ekki rekið sameiginlega ut- anríkisstefnu og við getum ekki rekið sameiginlega efnahagsstefnu út á við — nema að mjög takmörkuðu leyti. Á þingum Norðurlandaráðs má varla ræða utanríkismál og alls ekki taka al- stöðu í jreim, jafnvel ekki þó ráðist sé á eina af þjóðunum, eins og á íslendinga í þorskastríðunum. Spá mín er nú samt sú, að Danir munu fyrr eða síðar segja sig úr Efnahagsbanda- laginu, og Danmörk, Noregur og Island úr Nato, eða þá að þessi bandalög leysist upp af sjálfu sér. Og Jrá getum við af meiri alvöru farið að ræða um norræna samvinnu, líka sam- vinnu í utanríkis- og efnahagsmálum út á við — málum, sem skipta svo miklu máli í lífi þjóða okkar, að erfitt er að sneiða hjá þeim. En eins og stendur eru jjetta eins kon ar ,,leimnismál“, sem ekki má ræða upp- hátt að minnsta kosti. Mörgum, J^ar á meðal mér, joykir Jietta galli á gjöf Njarðar, en við verðum sem stendur að sætta okkur við orðna hluti til þess að missa ekki allt norrænt samstarf úr höndum okkar. Það eru líka önnur ,,feimnismál“ til á opinberum vettvangi meðal Norðurlanda — mál, sem skipta miklu máli í norrænni samvinnu inn á við, en má ekki tala um, nema þú sért hálf dónalegur. Eg sný hér aftur að málum Grænlend- inga og Færeyinga, Jiessum ófrjálsu Jijóð- um Norðurlanda. Sannleikurinn er sá, að Danir ríghalda í þessar nýlendur eða hálf- nýlendur sínar. Sannleikurinn er enn- fremur sá, að af hreinum misskilningi vilja finnskir, sænskir, norskir og jafnvel íslenskir stjórnmálamenn ekki „móðga“ Dani með Joví að taka afstöðu gegn þess- ari dönsku nýlendupólitík en með frelsis- og sjálfstæðisviðleytni þessara Jijóða. 178

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.