Réttur


Réttur - 01.07.1977, Blaðsíða 34

Réttur - 01.07.1977, Blaðsíða 34
NÝLENDUPÓLITÍK EKKI LIÐIN UNDIR LOK Og undarlegt þykir mér til þess að vita, að nýlendupólitíkin, sem ætti að vera liðin undir lok, og Norðurlönd hafa tekið þátt í að uppræta annars staðar í lieiminum, skuli enn vera við lýði innan vébanda þeirra sjálfra. En samt er það nú svo. En þrátt fyrir allt, þrátt fyrir þær and- stæður og mótsagnir, sem ég hér hef bent á, á það að heita svo — og er líka svo — að við þessar þjóðir hér á Norðurlöndum eigum eitthvað sameiginlegt, og að við höfum eða ættum að hafa sameiginleg viðhorf gagnvart umheiminum og líka að við höfum eða ættum að liafa vanda- mál í eigin löndum okkar, sem við reynd- um að leysa í sameiningu. Athugum þá fyrst viðhorf okkar út á við. Tilraunin, sem gerð var til að koma á norrænu varnarbandalagi, fór út nm þúf- ur. I stað þess gerðist jrað, að ísland, Nor- egur og Danmörk gerðust aðilar að At- lantshafsbandalaginu, en hin urðu utan við. Tilraunin til að koma á norrænu efna- hagsbandalagi — Nordek — fór líka út um þúfur. Danmörk varð meðlimur í Efnahagsbandalagi Evrópu, en hin ekki. Menn hafa reyna að afsaka þennan tví- string Norðurlanda, og skai ég ekkert dæma um það hér. En, jrrátt fyrir þessar afsakanir, þá get- um við samt sem áður ekki komist fram hjá því, að þessar staðreyndir skera nor- rænni samvinnu mjög svo jiröngan stakk. Við getum ekki rekið sameiginlega ut- anríkisstefnu og við getum ekki rekið sameiginlega efnahagsstefnu út á við — nema að mjög takmörkuðu leyti. Á þingum Norðurlandaráðs má varla ræða utanríkismál og alls ekki taka al- stöðu í jreim, jafnvel ekki þó ráðist sé á eina af þjóðunum, eins og á íslendinga í þorskastríðunum. Spá mín er nú samt sú, að Danir munu fyrr eða síðar segja sig úr Efnahagsbanda- laginu, og Danmörk, Noregur og Island úr Nato, eða þá að þessi bandalög leysist upp af sjálfu sér. Og Jrá getum við af meiri alvöru farið að ræða um norræna samvinnu, líka sam- vinnu í utanríkis- og efnahagsmálum út á við — málum, sem skipta svo miklu máli í lífi þjóða okkar, að erfitt er að sneiða hjá þeim. En eins og stendur eru jjetta eins kon ar ,,leimnismál“, sem ekki má ræða upp- hátt að minnsta kosti. Mörgum, J^ar á meðal mér, joykir Jietta galli á gjöf Njarðar, en við verðum sem stendur að sætta okkur við orðna hluti til þess að missa ekki allt norrænt samstarf úr höndum okkar. Það eru líka önnur ,,feimnismál“ til á opinberum vettvangi meðal Norðurlanda — mál, sem skipta miklu máli í norrænni samvinnu inn á við, en má ekki tala um, nema þú sért hálf dónalegur. Eg sný hér aftur að málum Grænlend- inga og Færeyinga, Jiessum ófrjálsu Jijóð- um Norðurlanda. Sannleikurinn er sá, að Danir ríghalda í þessar nýlendur eða hálf- nýlendur sínar. Sannleikurinn er enn- fremur sá, að af hreinum misskilningi vilja finnskir, sænskir, norskir og jafnvel íslenskir stjórnmálamenn ekki „móðga“ Dani með Joví að taka afstöðu gegn þess- ari dönsku nýlendupólitík en með frelsis- og sjálfstæðisviðleytni þessara Jijóða. 178
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.