Réttur - 01.10.1979, Síða 8
í upphafi helmingur iðnaðar iieimsins og
útflutningurinn þriðjungur.
Síðan hefur dollarinn alltaf verið að
falla í verði gagnvart gulli — þessum
„almáttuga“ málmi manna í auðvalds-
heiminum.
Þegar Bandaríkin hófu sölu á gullforða
sínum 1975 var „unsan“ (1/12 úr pundi)
af gulli seld á 165 dollara, sem þá var
ferfallt verð hins skráða verðs. (Dollar-
inn mun þá áður hafa verið metinn ná-
lægt 35 ,,unsum“) Árið 1978 fór gull-
„unsan“ á uppboði á Bandaríkjamarkaði
á 171 dollar. Allar tilraunir til að festa
gengi dollarans með gullsölunni mis-
heppnuðust gersamlega. — Og nú nýlega
fór jafnvel gull-„unsan“ á hinum
„frjálsa“ braskmarkaði í Evrópu yfir 500
og síðan 600 dollara. — Traustið á doll-
amum var brostið hjá bröskurum auð-
valdsins í Evrópu.
Gullverðið hafði meir en tífaldast á
hinum „frjálsa“ markaði frá því einok-
unaraðstaða Bandaríkjaauðvaldsins
hrundi.
Og það hrundi meira af valdakerfi auð-
valdsins í heiminum.
Mikill hluti af gróða þess byggðist á
valdinu yfir nýlendunum og auðlindum
þeirra og byggist enn.
Pólitíska valdið hjá stórveldum Evrópu
og Ameríku yfir nýlendunum tók að
bresta upp úr 1960 og efnahagsvaldið
nokkru síðar.
Mest áberandi varð þetta í olíulönd-
unum, sem olíuhringar Bandaríkjanna
og Bretlands höfðu ausið af og safnað
gríðarlegum gróða. Olíufurstar Araba
tóku nú valdið yfir þessum auðlindum í
sínar hendur, gerðu samkomulag við olíu-
hringina um að margfalda verðið, — sem
kom báðum vel, — enda hafa olíuhring-
ar Bandaríkjanna („systurnar sjö“) aldrei
grætt eins og nú. Þær „tröllskessur" sjö
eru í „vanheilögu" bandalagi við Araba-
furstana um að láta Bandaríkjamenn og
aðrar þjóðir, borga. Olíuverðið var þre-
faldað 1973 ogaftur stórhækkaðnú. Olíu-
furstarnir segja: Við erum að vinna inn
verðfallið á dollarnum — og ætli það
láti ekki nærri að olíuverðið hafi fylgt
í humátt á eftir gullverðinu? Almenning-
ur fær að borga, en olíufurstar Araba-
landa og Bandaríkjanna stórgræða.
Og á þessum áratug sem nú er senn á
enda (— líklega þó ekki fyrr en eftir eitt
ár!) hefur hernaðarvald Bandaríkjanna
líka minnkað þrátt fyrir vitskertan víg-
búnað, vopnahringunum til stórgróða.
Bandaríkin töpuðu árásarstríði sínu á
smáþjóðina í Víetnam og urðu að flýja
þaðan 1973. Og þora nú ekki einu sinni
að bæla niður uppreisn við bæjardymar
hjá sér, þegar þjóð Nicaragua steypti
áratuga-lepp þeirra og blóðugum böðli,
Somoza, í uppreisn.
Og efnahagssérfræðingar auðvalds-
heimsins spá litlum sem engum hagvexti
1980, vaxandi atvinnuleysi o.s.frv. á sama
tíma eykur svo auðvald þessara landa víg-
búnaðinn og ætlast til þess að alþýða
landanna sætti sig við versnandi lífskjör
til að halda uppi vitskertum vígbúnaði
og vaxandi gróða voldugustu auðhring-
anna.
Það er því ljóst hvert stefnir á þessari
öld, sem amerískir oflátungar eitt sinn
ætluðu að gera „amerísku öldina“. En
hitt verða menn að muna, að auðvalds-
ríki heimsins em enn sterk og rík. Vald
þeirra hrynur aðeins hægt og sígandi og
þá fyrst fyrir alvöru, þegar verkalýður
208