Réttur - 01.10.1979, Page 23
Sólveio Einarsdóttir:
O
GISELE
HALIMI
í hinum fornu nýlendum evrópskra stór-
velda er enn háð hörð og oft hetjuleg bar-
átta fyrir mannréttindum, ekki síst rétt-
indum kvenna. Hér er frásögn af einni
kvenhetju, Giselu Halimi sem helgað hef-
ur starf sitt þeirri mannréttindabaráttu og
á oft í höggi við franska dómstóla þess
vegna.
Gisele Halimi er al: fátæku fólki í Túnis.
I tvær vikur neitaði faðir hennar að við-
urkenna að eiginkona hans hefði fætt
stúlkubarn. í æsku stóð hún í eilífri Ijar-
áttu gegn því að þjóna bræðrum sínum
og skammast sín vegna kynferðis síns.
Hún varð að berjast fyrir rétti sínum til
náms. 19 ára gömul var framtíð hennar í
veði þar eð hún varð ófrísk því enginn
hafði frætt liana um líkama liennar.
Skottulæknir fjarlægði fóstrið á eldlnis-
borði og hinn ungi spítalalæknir sem að
lokum hjálpaði henni, gerði það án deyf-
ingar. Hann sagði: „Þá getum við verið
vissir um að þú gerir þetta ekki aftur.“
í dag er Gisele Halimi 51 árs, frægur
lögfræðingur í Frakklandi og einn besti
málllytjandi landsins. En hrin tekur ekki
að sér mál sem veita frægð og auð. Hún
hefur tekið málstað þeiiTa sem minna
mega sín. Hefur fært óvinsæl vandamál
svo sem pyntingar franskra hermanna í
nýlendunum, nauðganir og fóstureyðing-
ar inn í franska réttarsali. Hrin hefur
neytt svartklædda dómara til að hlusta á
lýsingar á fóstrum, blóði og sæði; frætt
þá tilneydda um heim konunnar. Kyn-
ferðislegt ofbeldi gagnvart konum hefur
flokkast með smámálum eins og hjóla-
stuldi. Þetta vildi Gisele ekki sætta sig
við. Ásanrt Sirnone de Beauvoir og Jean
Rostand (nreðlimur frönsku akademí-
unnar) átti hún frumkvæði að stofnun
„Choisir“ hreyfingarinnar skömmu eftir
1970. Franskar konur senr verða fyrir
ofbeldi, óska allar eftir að Gisele verji
223