Réttur


Réttur - 01.10.1979, Side 42

Réttur - 01.10.1979, Side 42
ég óttast að í öllum þeim átökum, sem liann lenti í, þá hefði hann beðið bana. En því fór fjarri. Liú sagði að nú væri hann íþróttamálaráðherra auk annarra starfa hans. Og þegar við vorum svo síð- ar á flugstöðinni að kveðja félagana, — Teng var sá, sem mest annaðist móttök- ur okkar, - þá kemur Ho Lung gangandi til okkar, svo unglegur og spengilegur að ótrúlegt var um sextugan mann, er hafði ])olað og þraukað allt sem á hann var lagt. Það er táknrænt fyrir fádæma kurt- eisi Kínverjanna, að fá Ho Lung til þess að koma þarna og heilsa upp á og kveðja þessa Islenditnga, sem svo langt að komn- ir höfðu samt fylgst með dáðum hans og drenglund og því spurt eftir honum. En það eru örlög þessarar hetju, eins af bestu brautryðjendum kínversku al- þýðubyltingarinnar, sem sífellt hafði hætt lífi sínu í baráttu við féndurna, grimma og sterka, að láta lífið sakir illverka eigin félaga. Ho Lung varð fyrir hinum ægileg- ustu ofsóknum ofstækismannanna, sem kendir eru við ,,fjórmenningana“ og það varð honum að bana 9. júní 1969. Það eru grimm örlög, sem því miður liafa orðið hlutskipti alltof margra ágætra kommúnista. Eftirtektarverðir lær- dómar - og mörg víti að varast Þegar saga hins fjölmenna Kínaveldis, — fjórðungs mannkyns, — síðustu hálfa öld er athuguð, þá kemur það furðulega 242 í 1 jós að í því borgaralega Kína, sem leik- ið er sem hálf-nýlenda af evrópskum auðdrotnum, þá virðist það aðeins vera einn einasti maður i borgarastétt, af þeim sem nokkurs mega sín, er vill af heiðar- leik og föðurlandsást reyna að sameina rikið og frelsa þjóðina af erlendri. áþján: Sun-Yet-Sen. Allir aðrir valdamenn hinna ýmsu hluta Kínaveldis eru eigingjarnir og þröngsýnir valdabraskarar. Og Sun-Yat Sen snýr sér til Sovétríkj- anna. og fœr góðan ráðgjafa, Borodin, til sin frá þeim. Þegar Sun-Yat-Sen er dáinn, verður eft- irmaður hans, Chang-Kai-Shek, aðeins tveim árum síðar einn af valdabröskurun- um, verkfæri erlendu kúgaranna, fjand- maður kínverskra bænda og verkamanna. Raunverulega er þetta tvennt furðu- legt fyrirbæri, en sýnir hve gerspillt kín- versk borgarastétt var. Og þegar svo er ástatt um fjölmennustu og eina elstu menntaþjóð heims, hvað mega menn þá hugsa um gildi einstaklingsins hjá borg- arastéttum smærri þjóða? Þegar borgarastéttin þannig bregst þjóð sinni, þá spretta upp margir ein- staklingar úr bænda- og verkamannastétt — mest þó úr fyrrnefndri — og yfirtaka það þjóS-frelsishlutverk, er borgarastétt- in sveik. Þessir menn — Mao, Chou-En- lai, Chu-Te3, Ho Lung, Liú-Sjao-Si o.fl. eiga það allir sameiginlegt að það er marxisminn, hugsjón sósíalismans, sem veitir þeim þann stórhug, sjálfstæði, framsýni, djörfung og traust á alþýðu, sem þurfti til þess í senn að laga marx- ismann að þörfum kínverskrar alþýðu: bændabyltingar og þjóðfrelsisbyltingar. Það kostaði dýrkeypta reynslu, því það var byrjað fyrst að einbeita sér að verk- lýðshreyfingunni í þessu bændalandi. Og

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.