Réttur


Réttur - 01.10.1979, Síða 46

Réttur - 01.10.1979, Síða 46
bróðurhugur sigri svo hjá vinnandi stétt- um heims og þar með sósíalistum allra flokka, er telja það stefna sína, að takast megi að stöðva helþróun heims, og eyði- leggja þær vítisvélar, er ógna nú tilveru alls mannkyns, — einmitt þegar mögu- leikarnir til að útrýma allri fátækt, kúg- un, vanþekkingu og sjúkdómum hjá öll- um þjóðum jarðar blasa við í fyrsta skipti í sögu mannkynsins sakir þess vísinda- og tæknistigs, sem aðeins bíður bróður- handar mannkynsins til þess að verða því til blessunar en ekki tortímingar. Hver þjóð mun hafa sinn hátt á hvemig hún útrýmir því aldalanga böli, — en hún á rétt á að búast við umburðarlyndi frá þeim sem betur mega, eru stærri, vold- ugri og ríkari af náttúrunnar- og jarðar- innar gæðum. Þannig þarf alþjóðahyggja sósíalism- ans að birtast í raun, er sigurinn er unn- inn og mannkyninu forðað frá fjörtjóni því, sem skefjalaus gróðaöfl auðvalds stefna nú að blind í forhertu ofstæki sínu. Ríkisvaldið í höndum kommúnista- flokkanna í sósíalistisku ríkjunum er ekki aðeins forsenda ægilega fórnfrekra sigra í viðureigninni við fasisma og auð- vald, — skilyrði sigurgöngu sósíalismans í heiminum. Ríkisvaldsskeið sósíalism- ans — eins og ríkisvald yfirstéttanna áður — býr yfir öllum freistingum embættis- hroka, metnaðargirndar og misnotkunar valds, — einnig glæpa, eins og reynsla síðustu hálfrar aldar hefur sýnt. Þessar torfærur á leiðinni til komm- únismans, — oft hrikalegar og óguvekj- andi — verðum við að yfirstíga, læra það m.a. al þeirn mistökum, sem þegar hafa verið gerð. Það er hollt að minnast vísuorða Brechts í því sambandi um kommúnism- ann: „Hann er hið einfalda sem torvelt er að framkvæma.“° SKÝRINGAR: 1) Um lí£ Liú er hér aðallega stuðst við 1) Edgar Snow: „Red China today“ 1970 og 2) Der Spiegel 2. apríl 1979 og þaðan er myndin a£ þeim hjón- uin tekin (bls. 152). 2) Um Ho Lung er aðalheimildin: Edgar Snow: Red Star over China“ 1944 og „Peking Review" 7. sept. 1979, bls. 8-12. 3) Um þessa þrjá má lesa minningargreinar í „Rétti" 197ö, auk alls annars, sem um þá hefur verið skrifað á íslensku. 4) Um vandamál ríkisvalds í sósíalisma hefur oft verið ritað í „Rétti", einna ýtarlegast í greininni „Hvert skal stefna" 1957, bls. 29-41. 5) í „Úrvalsrit Marx og Engels“ hjá Heimskringlu 1968, II. bindi, bls. 119. 6) Mjá Brecht í „Lob des Kommunismus" og eru þessar síðustu línur svo á þýskunni: „Er ist das Einfaclie Das schwer zu machen ist." Hér er noluð þýðing Erlings E. Halldórssonar 1 „Rélti" 1975, bls. 95. E. (). 246

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.