Réttur


Réttur - 01.10.1979, Síða 47

Réttur - 01.10.1979, Síða 47
VALD OG JAFNRÉTTI KJÓSENDA Stjórnarskrármálið ætlar að verða nefnd- um þeim, sem að því hafa starfað eftir 1944, erfitt viðureignar — og er það hart að ekki skuli fást inn í stjórnarskrá lýð- veldisins þau mannréttindaákvæði, sem ■slensk alþýða hefur áunnið sér allt síð- an 1874, heldur skuli allt, nema kjör- dæmamálið, enn sitja við hið sama og embættismenn einvaldskonungs ákváðu 1874. En þetta er áður rætt í Rétti og skal ekki endurtekið.1 En kjördæmamál og kosningatilhögun eru enn orðin brýn úrlausnarefni, svo sem eðlilegt er. Breytingar voru í þeim málum 1933-4, 1942 og 1959, svo tími er kominn til endurskoðunar. Það er einkum tvennt, sem er orðið brýnt í hugum þorra landsmanna: 1. Það er vaxandi krafa kjósenda að þeir fái sjálfir að ráða hvaða þingmenn séu kosnir fyrir þá á þing, en að slíkt verði ekki sérréttindi flokksstjórna eða kjör- dæmisráða. - Er hér um uppreisn gegn flokksræðinu að ræða, sem oft hefur verið misbeitt undanfarið. Ennlremur er þetta lýðræðisleg krafa almennings. 2. Þá er það orðið óhjákvæmilegt vegna búsetubreytingar í landinu að ger- breyta þingmannatölu, líklega með nýrri kjördæmaskipan. Er það einnig lýðræðisleg mannréttindakrafa. Þá vil ég og bæta því við, með tilliti til reynslu undanfarinna ára, að einmitt þeg- ar AljDÍngi verður æ meir stjórnandi efna- hags- og framleiðslumála, Jrá er mikil nauðsyn að haga kjördæmaskipun þann- 247

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.