Réttur


Réttur - 01.10.1979, Síða 48

Réttur - 01.10.1979, Síða 48
ig að hjá þingmönnum vei'ði að vera „hátt til lofts og vítt til veggja“. Hreppa- pólitík þrengir hugann og smækkar mennina — og gerir viturlega efnahags- pólitík óframkvæmanlega, — ekki síst þegar svo er komið að stjórnvöld verða nr.a.s. að ákveða hve rnikið megi veiða af hverri fisktegund. Það er rétt að setja hér á blað hug- myndir, sem liafa komið fram — og gætu nokkuð leyst þessi þrjú viðfangsefni: I. Stækkun kjördæmanna, þannig að t. d. gömlu fjórðungarnir yrðu þar að nokkru grundvöllur, t. d. með eftirfarandi móti: a. Vestfirðingafjórðungur eitt kjör- dæmi, frá Hvalfirði til Hrútafjarðar; sameinaði tvö núverandi kjördæmi. b. Norðlendingafjórðungur yrði eitt kjcirdæmi, — sameinaði þau tvö, sem satt að segja var undarlegt að aðskilja 1959. c. Austfirðingafjórðungur yrði eitt kjördæmi, ef til vill allt að Jökulsá á Sól- heimasandi að fornum sið, m. ö. orðum, að Vestur-Skaftafellssýsla kæmi þarna með. d. Suðurlandskjördæmi mætti gjarnan stækka. Spurning hvort ekki væri vitur'- legt að bæta Gullbringusýslu við það: Hin miklu fiskiver frá Grindavík vestur um hringinn til Keflavíkur eiga betur heima með Vestmannaeyjum og Þorláks- höfn en Kópavogi og Garðabæ. e. Líklega yrðu Hafnarfjörður, Garða- bær, Kópavogur og Kjósarsýsla að verða sérstakt kjördæmi. f. Reykjavík yrði svo sem áður stærsta og fjölmennasta kjördæmi landsins. Með svona kjördæmaskipan myndi margt af því, sem snertir jafnrétti kjós- enda vinnast, þegar búið væri að úthluta þingmannafjölda réttilega, — jafnvel þótt sérstakt tillit væri tekið til dreifbýlisins — og landskjörnir þingmenn svo ein- vörðungu miðaðar við kjósendatölu. II. Þá er réttur og vald kjósandans til að ráða þingmönnum. Væri ekki hægt að leysa það mál á eltir- farandi liátt: Kjördæmisráð hvers flokks býður fram lista, sem á eru tvöfallt eða jafnvel þre- fallt fleiri en kjósa skal. Frambjóðendum sé raðað í stafrófsröð, þó þannig að hlut- að sé um eða dregið á hvaða staf í stafróf- inu skuli byrjað (svo A-ið sé ekki alltaf efst). Kjósandi krossar svo við sinn flokks- lista, en jafnframt við þá frambjóðendur á listanum (lögin ákveða hve marga eða máske hánrark og lágmark, sem þó skapar meiri hættu á misnotkun) senr hann kýs. Þannig fá einstaklingarnir að ráða lrverja þingmenn þeir kjósa, en á herðar kjör- dæmaráða legst sú ábyrgð, að velja þá menn á listann, er það treystir nokkuð jafnt, en gefi kjósandanum síðan valið. Þessi aðferð myndi nálgast það mest að veita kjósendum sjálfum valdið. Og hún myndi afnema þau ,,prófkjör“, sem sumstaðar eru farin að tíðkast þannig, að fjöldi óflokksbundinna manna komi á skrifstofu flokks fyrir kosningar til að kjósa. — Slík prófkjör eru bæði lögbrot og stjórnarskrárbrot. Þau eru brot á ákvæði stjórnarskrárinnar um leynilegan kosningarétt, senr var eitthvert mikilvæg- asta lýðréttindamál, er fram fékkst forð- um og sýndi strax gildi sitt í einhverjunr mikilvægustu kosningum þessarar aldar: 1908, en þá var leynilegur kosningaréttur í fyrsta sinn. — Prófkjörin eru Jrví alger 248

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.