Réttur


Réttur - 01.10.1979, Side 49

Réttur - 01.10.1979, Side 49
lögbrot, þegar þau ná út fyrir flokks- bundna menn — og löggjafinn hafði sér- staklega haft í liuga að hindra allar svona kjósendanjósnir eða opinbera yfirlýsingu um hvern menn kjósi, með lagaákvæðinu um að ekki mætti safna nema tiltekinni tölu meðmælenda, t.d. aðeins 200 í Reykjavík. III. Þá er spurningin um þá eflingu dreif- býlis, til jafns við þéttbýlið á Stór-Reykja- víkursvæðinu, sem oft er talað um. Slikt myndi vinnast best með eflingu allstórra bæja út um land, sem draga síð- an til sín íbúa. Akureyri er þegar slíkur staður og hefur mikla stækkunarmögu- leika. Sauðárkrókur og Húsavík gætu líka orðið slíkir stórbæir, ef iðnaðaruppbygg- ingu landsins væri stjórnað af heilbrigðri lieildarstjórn á atvinnulífinu, en ekki með þeim handahófskenndu vinnubrögð- um, sem oft hafa átt sér stað undanfarið. — Þannig mætti lengi telja en skal ekki nánar farið út í þá sálma hér. Eitt skal þó sagt að lokum: Það er í senn heimskulegt og illt verk þegar reynt er að fá alþýðu dreifbýlisins upp á móti íbúum Reykjavíkur. Þorrinn af íbúum dreifbýlisins eru vinnandi fólk: verkamenn, sjómenn o.s.frv. — Yfirstéttin er þar fámenn. Bestu bandamenn hins vinnandi fólks í dreifbýlinu eru einmitt verkamenn Reykjavíkur. Það er verkalýður Reykja- víkur, sem lengstaf hefur rutt brautina í hagsmuna- og réttindabaráttu alþýðu. Og oft hefur jafnvel verkalýðurinn út um land beinlínis fengið baráttulítið það, sem verkalýður Reykjavíkur hefur knúið fram með langri og fórnfrekri baráttu við Reykjavíkurauðvaldið. Að þessu þarf aljrýða dreifbýlisins vel að hyggja, — svo sem áður hefur verið að vikið hér í Rétti.2 Samfylking allrar alþýðu dreiibýlisins og verkalýðshreyfingar Stór-Reykjavíkur- svæðisins er skilyrðið fyrir pólitískum og efnahagslegum sigri íslenskrar aljrýðu á Reykjavíkurauðvaldinu. SKÝRINGAR: i Grein í „Rétti“ 1973: „Mannréttindaskrá alþýðu- stjórnarskráin 1974", bls. 98—102, ræddi þessi tnál ýtarlega. ~ ÞeLta var rætt vel i grein i „Rétti" 1977: „Stjórn- list alþýðu á Reykjavíkursvæði og í dreifbýli", bls. 201-203. 249

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.