Réttur


Réttur - 01.10.1979, Side 50

Réttur - 01.10.1979, Side 50
 SARA LIDMAN fær bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Það var mikill og ánægjulegur viðburður er Norðurlandaráð veitti nú Söru Lidman bók- menntaverðlaun, fyrst og fremst fyrir annan hlutann í sögu hennar af lífi alþýðunnar í Norður-Svíþjóð, „Börn reiðinnar". Sú mikla og snjalla baráttukona alþýðunnar var vel að þeim verðlaunum komin og heiður fyrir Norðurlandaráð að fá að veita slíkri hetju lífsbaráttunnar sem Söru verðlaun sín. Alin upp sjálí í Norður-Svíþjóð, hó£ Sara snemma að rita um kjör verkalýðsins og lífsbaráttu og varð síðar með skáldskap sínum virkur þátttakandi í frelsisbaráttu námumannanna í Kiruna. Bók hennar „Gruva“ (Náman) með ljósmyndum Odd Uhrbom af lífi námumannanna varð ó- beinlínis hvatning til hinnar hetjulegu verkfallsbaráttu námumannanna - verk- fall þeirra stóð í 57 daga um áramótin 1969-70. Og hún lét sér ekki nægja skáld- skapinn. I ótal blaðagreinunr barðist hún fyrir málstað þeirra, þegar mest lá við. - Bók hennar, leikritið „Marta, Marta, en folkesaga“, er helgað sömu vandamálun- um, vopn í sömu baráttunni. Og aftur- haldið sænska liataði hana eðlilega. En Sara I.idman var ekki bundin við 250

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.