Réttur


Réttur - 01.10.1979, Page 54

Réttur - 01.10.1979, Page 54
atkvæða hjá þjóðinni: „Lýðræðisbanda- lagið“, eins og þeir kölluðu sig, fékk 2.661.551 atkvæði. Hins vegar fengu vinstri flokkarnir (SP., KP. og UDP) sam- tals 2.890.999 atkvæði. SP (sósíaldemokratar) tapaði 277.608 atkvæðum, samanborið við kosningarnar í apríl 1976, en misstu við það 34 þing- sæti. En APU (einskonar Alj^ýðubanda- lag KP (kommúnistaflokksins) og MDP („lýðræðishreyfing Portúgals) bætti við sig alls 328.000 atkvæðum, en fékk út á Jrað aðeins 7 ný þingsæti. — Kjördæma- skipulaginu er því ýmislegt ábótavant í Portúgal. Það er líklegt að sú afturhaldsstjórn sem nú verður mynduð í Portúgal knýi sósíaldemókrata og kommúnista til ná- innar samvinnu, því þeim mun báðum Ijóst, að jrað lýðræði sem skapað var með byltingunni 1974 er nú í hættu, ef verka- lýðsflokkarnir bera ekki gæfu til sam- starfs. Japan Kommúnistaflokkur Japans, sem eftir kosningarnar 1976 hafði aðeins 17 þing- sæti vann mikinn kosningasigur í þing- kosningunum í október 1979: Flokkur- inn fékk 39 jnngsæti í fulltrúadeildinni og framfaraflokkur, sem starfar með hon- um, 2 sæti. Auk þess hefur kommúnista- flokkurinn 16 fulltrúa í efri deild, sem sé alls 57 fulltrúa á þingi. Atkvæðafjöldi ílokksins var 5.8 millj- ónir af 54.5 milljónum atkvæða. Flokks- félagar eru 420 þúsund, en lesendur flokksblaðsins „Akahata" um 3 milljónir. Hefur þeim fjölgað mjög mikið. I fulltrúadeild þingsins í Japan em alls 51 1 Jringmenn. 254 Mexico Loksins fékk verkalýðurinn í Mexico joau mannréttindi fyrir ári síðan að rót- tækasti flokkur þjóðarinnar, Kommún- istaflokkur Mexico, væri lögleyfður og mætti bjóða fram til Jrings — eftir að vera bannaður í 33 ár. Þann 1. júlí 1979 fóru fram kosningar til fulltrúadeildarinnar og varð Komm- únistaflokkurinn jrriðji stærsti flokkur landsins — af sjö alls - og fékk 18 þing- sæti. Indonesía — morðríkið Fasistastjórnin í Indonesíu - góður vinur CIA og Bandaríkjastjórnar - hefur síðan hún braust til valda 1965 látið myrða meir en eina milljóna kommún- ista og annarra róttækra manna. — Fjöl- miðlar hér þegja þunnu hljóði. Þessir fasistar réðust fyrir fjórum árum á Austur-Timor, sem áður var nýlenda Portúgala. Fasistarnir hafa nú myrt Jxir ylir 100 jjúsund manns — og reyna að loka landinu sem mest. — Það hefur ekki heyrst hingað eitt orð frá þeim hákristna Carter gegn innrás þessari og múgmorð- um. Eru það máske vinir hans, sem morð- in fremja - og réttir menn drepnir, „bara“ alþýða. Þeir, sem gegn morðstjórn fastistáiþna berjast, eru í Indonesíu jjeir kommúnist- ar, sem eftir Iifa og við bætast - en á Austur-Timor þjóðfrelsisflokkurinn Fre- tilin.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.