Réttur


Réttur - 01.04.1981, Page 15

Réttur - 01.04.1981, Page 15
Carler og Breshnev 1979 við undirritun SALT-Il samkomulagsins. Bandarikjaþing hefur ckki staðfest samninginn, og siðan hefur hafist mesta hernaðaruppbygging sögunnar á friðartimum í Bandaríkjunum. Og Sovétmcnn hóta að fylgja fast á hæla Bandarikjamana í vopnakapphlaupinu. er að verða helsta pólitíska viðfangsefnið í grannlöndum okkar. Þar hefur krafan um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd verið borin fram af miklum þrótti. Ekki vegna þess að þar séu kjarnorkuvopn staðsett að jafnaði, heldtir vegna þess að þau eru að tengjast æ meira kjarnorkuvopnakerfi stórveldanna og eiga það á hættu að verða skotmörk í kjarn- orkuvopnastríði yegna þeirrar tengingar. Umræðan í Noregi hefur verið sérlega kraft- mikil og er kjarnorkuvopnalaust svæði orðið að stefnumáli flestra flokka. Ástæðan er sú að á undanförnum árum hefur Noregur ver- ið að breytast í risastórt flugmóðurskip fyrir bandarískar sprengjuflugvélar sem borið geta kjarnorkuvopn, auk þess sem neti hlust- unar- miðunar- og njósnastöðva hefur verið komið á fót í Noregi til þess að þjóna kaf- báta- og flotahernaði Bandaríkjanna og NATÓ með svipuðum hætli og á íslandi. íslendingar eru í svipaðri stöðu og Norð- menn. Hér hefur það verið opinber skýring á umsvifum Bandaríkjahers á íslandi, að um væri að ræða varnar- og eftirlitsstöðvar, sem væru fyrst og fremst hér til þess að fylgjast með umsvifum sovéska flotans og vara við aðsteðjandi hættu. Dæmigert fyrir þetta opinbera viðhorf er viðtal við Ólaf Jóhann- esson utanríkisráðherra í Tímanum föstu- daginn 7. ágúst. Hann viðurkennir að her- stöðin á Miðnesheiði sé nú öflugri eftirlits- stöð en áður, en vísar því algjörlega á bug að hún þjóni árásarhlutverki. Samt sem áður hefur John Lehman flotamálaráðherra Bandaríkjanna greint frá því opinberlega, að bandaríski flotinn á Norður-Atlantshafi hafi fengið nýtt hlutverk, árásarhlutverk, sem miði að því að teppa allar ferðir sovéska flot- ans út á heimshöfin, og granda kafbátum hans inni á sovésku innhöfunum. 79

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.