Réttur - 01.04.1981, Page 17
()RGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1981
„Um daginn og veginn“ 10. ágúst sl.:
Kommi í predikunarstól
Mánudaginn 10. ágúst sl. tal-
aöi Einar Karl Haraldsson í
Ríkisútvarpið, „Um daginn og
veginn". Var það heldur ógeð-
fellt raus á að hlýða og líkast því
sem um ruglaðan vímuefnaneyt-
anda væri að ræða. Honum
virtist kjarnorkustríð óumflýj-
anlegt í næstu framtíð og sagði
Bandaríkjamenn eiga næg
kjarnorkuvopn til að tortíma
öllu lífi á jarðarhnettinum, ekki
einu sinni heldur sex til sjö
Minna mátti ekki gagn gera.
Þjóðviljamenn eru búnir að fá
þetta kjarnorkukjaftæði sitt svo
á heilann, að þeir virðast vera
farnir að trúa því sjálfir að þessi
þrjátíu ára lygaáróður þeirra sé
nú loks farinn að bera tilætlaðan
árangur — að Rússar séu nú
farnir að taka við sér og hafa í
hótunum við okkur íslendinga
varðandi kjamorkuna ef við
séum ekki í einu og öllu þénan-
legir. Þessi kjarnorkulandráða-
skrif kommúnista eru í sjálfu sér
stórhættuleg. Þeir fullyrða að
hér séu geymd kjarnorkuvopn
víða um landið — þetta stað-
hæfa þeir þó margsinnis sé búið
að reka þessa lygi þeirra langt í
kok niður. Þó byrja þeir alltaf
sama söngin aftur og aftur og
virðist, eins og áður segir, vera
farnir að trúa þessari stórlygi
sinni sjálfir.
En það er síður en svo víst að
Buslubænir þeirra um kjarn-
orkustríð hér á landi séu alveg á
næsta leyti, eins og bænir þeirra
til Rússa bera vott um. Kommar
hafa fordæmt Bandaríkjamenn
fyrir að hefja framleiðslu á
svokölluðum nifteindasprengj-
um. En heyr á endemi — Rússar
eru fyrir löngu farnir að fram-
leiða slíkar sprengjur sjálfir þó
þeir fordæmi Bandaríkjamenn
fyrir slíkt. Þeir vilja auðvitað
sitja að slíkum vopnum einir.
Nei það er aldrei neitt lát á
hræsni Rússa og yfirdrepsskap
ef þeim finnst slíkt henta sér í
áróðrinum við hina nytsömu
sakleysingja, sem því miður
finnast allt of margir í heimin-
um og Einar Karl Haraldsson
héít því fram að vopnabirgðir
Sovétríkjanna væru ekki nálægt
því eins miklar og Vesturveld-
anna og afsakaði Rússa á alla
kanta uppúr og niðurúr — þvers
og langs. Hjá Rússum væri
friðarviljinn einn á ferð.
Já, einmitt það — ekki ríður
hræsnin við einteyming. Hvað
um friðarviljann í Afganistan,
Ung\'erjalandi, Eistlandi, Lett-
landi og Litháen (og svo Pólland
ef til vill á næstu dögum). Þessir
heilaþvegnu kommar hér á landi
vilja ekki sjá eða viðurkenna
þessar staðreyndir. Er það ef til
vill rússneska Gúlagið sem þessi
vegvillti og villuráfandi lýður
óskar eftir að upp vaxi hér á
landi. Já, „skyldi þeim ekki
bregða í brá, blessuðum nær þeir
deyja".
Vonandi eiga íslendingar aldr-
ei eftir að upplifa slík Ragnarök
sem rússneska Gúlagið er — öllu
til tortímingar er lífsandann
dregur hér á jörð.
Þorkell Hjartarson.
,,Og svo hófu þeir enn sína nashyrndu nauísku " orti Jóhannes úr Kötlum strax 1933 í „Brúnu höndinni” í Rétti.
81