Réttur


Réttur - 01.04.1981, Page 22

Réttur - 01.04.1981, Page 22
Ólafur Ragnar Grímsson: Friðarsókn Á fáeinum mánuðum hefur ný sóknarsveit birst á stjórnmálasviði Evrópu. Málstaður friðarins hefur sterkari viðspyrnu en löngum áður. Krafan um afvopnun og kjarnorku- vopnalaus svæði hljómar frá margradda kór. Norræn verkalýðsfélög og kvennasamtök, evrópskar æskulýðshreyfingar, umhverfisverndarmenn, fræðimenn í vígbúnaði, kaþólskir kennimenn og forystumenn ólíkra stjórnmálaafla í mörgum lönd- um álfunnar hafa nú tekið höndum saman og myndað svo sókndjarfa friðarhreyfingu að heimsathygli hefur vakið á undanförnum vikum. Víðlesin tímarit rita forsíðugreinar um kröfur friðarsinna. Daglega berast fréttir af nýjum aðgerðum og frekari rökstuðn- ingi. Friðarhreyfingin í Evrópu hefur á fáeinum mánuðum náð ótrúlegri breidd og miklum þrótti. Síðustu mánuðir hafa verið samfelld lota áframhaldandi sóknar. í Hamborg voru yfir 100000 fundarmenn á friðardegi. í Kaupmannahöfn hófu þúsundir Evrópu- göngu á Ráðhústorgi. í Bretlandi og Brússel hafa öflugar mótmælaaðgerðir sett svip á sumarið. í Noregi starfa nú yfir tvö hundruð umræðufélög sem eru helguð baráttunni gegn tengingu Norðurlanda við kjarnorku- kerfi stórveldanna. í Hollandi hafa fjögur hundruð sóknir ólíkra kirkjudeilda gert af- vopnunarkröfuna og afneitun á bandarisku stýriflaugunum að svo kröftugri stefnu að flestir stjórnmálaflokkar hafa heitið stuðn- ingi. Fjöldahreyfing Fjöldinn hefur knúið forystumennina til að meta vígbúnaðinn frá nýju sjónarhorni. Sumir þeirra streitast að vísu á móti en aðrir hafa skilið að hin öfluga friðarkrafa, barátt- an gegn kjarnorkuhervæðingunni, hefur á skömmum tíma orðið þróttmesta fjölda- hreyfing í álfunni. Fyrr í sumar var Knut Frydenlund fámáll um kjarnorkuvopnalaus svæði á Norður- löndum. En fjöldabaráttan í Noregi knúði hann til að heimsækja Haig. í Þýskalandi 86

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.